Sunnudagur 21. apríl, 2024
4.8 C
Reykjavik

Trylltur trúðaköttur ræðst á heimilisfólk í Laugarneshverfi með kjafti og klóm

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kolsvartur högni hefur hrellt íbúa Laugarneshverfisins um nokkurt skeið með ógnandi tilburðum. Dýrið, sem er með trúðakraga og bjöllu, hefur sært bæði dýr og menn í hverfinu og nú geta íbúarnir ekki lengur við unað.

Háværa umræðu um högnann má finna á hverfissíðu Laugarnesins á Facebook. Það var Ingi Vífill nokkur sem hóf þar umræðuna. „Ég vil vekja máls á efni sem hefur legið þungt á mér frá því við fjölskyldan fluttum hingað í hverfið í lok sumars. Svartur högni hér í hverfinu, með trúðakraga og bjöllu, hefur sýnt af sér ógnandi tilburði um allnokkurt skeið. Húskötturinn okkar hefur ítrekað komið heim eftir hann særður og illa leikinn. Hingað til hef ég horft í gegnum fingur mér með þetta, og gert það sem í mínu valdi hefur staðið – skorist í leikinn með vatnsgusum þegar þeir hafa mæst í garðinum, og haldið kettinum okkar inni,“ segir Ingi og bætir við:

„Í morgun vöknuðum við fjölskyldan við hvæs og kvein innan úr íbúðinni okkar. Þá hafði umræddur högni gert sér leið, ekki aðeins inn á stigaganginn, heldur inn í íbúðina okkar, til þess að ógna kettinum okkar. Ég skarst í leikinn og vildi fæla hann burt, en læsti svarti högninn þá klóm og tönnum á bólakaf í fótinn á mér og gerði sig líklegan til að ráðast til atlögu á annað heimilsfólk, m.a. fjögurra ára dóttur okkar, sem stóð dauðskelfd og skælandi. Tókst mér að fæla hann á brott með vatnsgusu. Svarti högninn er mannýgur og fer ég þess á leit að eigendur, hverjir sem þeir eru, gangi úr skugga um að gæludýrið þeirra sé ekki að ráðast á fólk.“

Halldóra Malin Pétursdóttir hefur svipaða sögu að segja. Úfff, því miður hef ég sömu sögu að segja af þessu blessaða dýri, hann hefur líka komið hérna inn til okkar og er afar illur og tuskar læðuna okkar alveg hryllilega til. En mér þykir mjög skelfilegt að heyra að hann geri atlögu að fólki, því hér eru börn,“ segir Halldóra. 
Svarti högninn er mannýgur og fer ég þess á leit að eigendur, hverjir sem þeir eru, gangi úr skugga um að gæludýrið þeirra sé ekki að ráðast á fólk.“

Gréta Jóna Vignisdóttir segir högnann alræmda hafa oft komið heim til sín og ráðist á bæði heimilisköttinn og dóttur sína. Þessi köttur hefur oft komið til okkar og ráðist á köttinn okkar hann réðist á dóttur mína lika stökk á hana með þeim afleiðingum að hún var öll klóruð á höfði. Við höfum tvisvar talað við eigendur og þau vilja ekkert gera og segja að þessi köttur sýni ekki þessa hegðun. Við höfum sprautað á hann þegar hann kemur nálægt,“ segir Gréta. 

Svala Jóhannsdóttir blandar sér í umræðuna og segist hafa lengi ætlað sér að tala um kolsvartan trúðahögnann við aðra íbúa í hverfinu. Læðan mín hefur lent illa í honum líka og hann hefur ítrekað komið inn í íbúðina til okkar og vakið okkur um miðjar nætur. Ég hafði sjálf hugsað mér að pósta hérna varðandi þennan högna en það er greinilegt að við erum ekki ein í þessu!,“ segir Svala.

Sjöfn nokkur vonast til að lausn finnist á málinu fljótt. Vonandi finnst lausn á þessu máli en lítur út fyrir að það sé bara því miður ekki hægt að leyfa þessum ketti að ganga lausum fyrst að hann er hættulegur bæði öðrum dýrum og fólki.“

- Auglýsing -

Eva Baldursdóttir er því hjartanlega sammála. Hún hefur verið að glíma við dýrið undanfarið. Það hefur bara ekkert annað virkað til að fæla hann burt þegar hann ryðst inn á stigaganginn okkar eða jafnvel íbúðina og ræðst bæði á dýr og fólk! Maður getur ekki látið svona yfir sig ganga og þurfa eigendur að taka ábyrgð í þessu máli, sérstaklega í ljósi þess að það hafa greinilega mjög margir sömu sögu að segja af þessum tiltekna ketti,“ segir Eva. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -