Fimmtudagur 12. september, 2024
3.8 C
Reykjavik

Langar raðir þegar tískuvöruverslanir í Englandi voru opnaðar aftur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í morgun voru tískuvöruverslanir víða um England opnaðar aftur eftir þriggja mánaða lokun vegna kórnuveirufaraldursins.

Frekari tilslakanir á takmörkunum tóku gildi í Englandi í dag og mega nú allar verslanir opna aftur, þó með ákveðnum skilyrðum. Verslunareigendum er gert að sjá til þess að  sóttvarnarreglum sé framfylgt, sem dæmi þarf að setja upp plastskilrúm við alla afgreiðslukassa og merkingar á gólf til að auðvelda viðskiptavinum að halda tveggja metra fjarlægð við aðra.

Það var greinilegt að margt fólk beið í ofvæni eftir að fá að versla föt, skó og annan varning aftur og langar raðir mynduðust fyrir utan margar verslanir, svo sem Primark, Zöru og Sports Direct.

Löng röð myndaðist fyrir utan verslun Nike í London og kvartaði einn viðmælandi BBC undan því að fólk væri ekki að viðhalda tveggja metra reglunni.

Fólk beið í röð fyrir utan Zöru í London. Mynd / EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -