Laugardagur 13. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Látinn maður sýknaður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allir þeir 28 sakborningar í peningaþvættismáli er tengist Panamaskjölunum hafa nú verið sýknaðir, eins og kemur fram á Vísi.

Einnig að þeirra á meðal séu þeir Jurgen Mossack og Ramón Fonseca Mora; eigendur lögmannstofunnar Mossack Fonseca.

Ramon Fonseca.

Kemur fram að réttarhöld hófust í málinu fyrir dómi í Panama í apríl síðastliðnum, einum átta árum eftir að um ellefu milljónir skjala með fjárhagsupplýsingum ríkra og valdamikilla einstaklinga víðs vegar að úr heiminum vörpuðu sterku ljósi á hvernig þeir komu eignum sínum undan yfirvöldum heima fyrir í aflandsfélögum; í skattaparadísum eins og Panama og Jómfrúareyjum.

Þeir Mossack og Fonseca neituðu ávallt sök í málinu; þeim var gefið að sök að hafa stofnað skúffufyrirtæki í Panama er þvættuðu fjármuni úr umfangsmiklu spillingarmáli í Brasilíu er hefur verið kennt við bílaþvott.

Fonseca entist eigi aldur til að verða sýknaður; hann lést á sjúkrahúsi í Panama í maí síðastliðnum.

Í frétt breska ríkisútvarpsins kemur fram að dómari í réttarhöldunum, sem tóku 85 klukkustundir, hafi metið það að sönnunargagna í málinu hafi eigi verið aflað í samræmi við réttarfarslög í Panama.

- Auglýsing -

Því voru allir sakborningar málsins sýknaðir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -