Föstudagur 14. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Móðurmissirinn átti þátt í því að læknisfræðin varð fyrir valinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sylvía Margrét Cruz er búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hún stefnir á sérnám í skurðlækningum. Sylvía sem er 23 ára gömul segir að andlát móður hennar hafi átt þátt í því að læknisfræðin varð fyrir valinu sem ævistarf. Á meðan Sylvía bíður eftir svörum frá læknaskólum starfar hún við líffæraheimt sem hún segir erfitt en á sama tíma gefandi starf.

 

Sylvía er sú fyrsta í fjölskyldunni sem leggur stund á læknisfræði þannig að enginn nákominn var fyrirmynd hennar í því. Þegar hún var 12 ára gömul lést móðir hennar úr krabbameini.

„Já, andlát hennar hafði örugglega mikil áhrif,“ segir Sylvía aðspurð um hvort það hafi haft áhrif á áhuga hennar á læknisfræðinni.

„Það var mjög erfitt að missa mömmu, en ég fékk mikinn stuðning frá öllum, frænkum og frændum, við að takast á við missinn. Pabbi bjó í Bandaríkjunum á þessum tíma og flutti aftur heim til Íslands tveimur dögum eftir lát mömmu.“

Sylvía við útskrift ur líffræði við University of California.

Faðir Sylvíu og þrjú hálfsystkini hennar búa á Íslandi, en hvernig er að vera svona langt frá þeim? „Það var erfitt fyrst en við tölum saman á Facetime daglega sem gerir þetta allt auðveldara. Ég reyni að koma heim einu sinni á ári, tvisvar ef ég get. Litla systir mín, tíu ára, vex og dafnar og það er svolítið erfitt að missa af því öllu, en tæknin gerir allt miklu auðveldara,“ segir Sylvía.

Lestu viðtalið við Sylvíu í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -