Mugison fór í túr með pabba:„Hann kemur út og stingur sér eins og þetta væri sundlaug – í þorskinn“

top augl

Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, sem allir þekkja sem Mugison, var til sjós áður en hann hellti sér út í tónlistina af alvöru í kringum aldamótin.

Ferill hans til sjós hófst þegar hann flutt til Hríseyjar um það leyti sem hann hóf nám í 10. bekk grunnskóla. Hann tók þá sumar í frystihúsinu og svo einn eða tvo túra með pabba sínum.

Það sumar hafði hann augastað á að skella sér á hátíðina Halló Akureyri sem þá var haldin yfir Verslunarmannahelgi en pabbi hans, líklega með það fyrir augunum að koma í veg fyrir að hann færi á eitthvað rall, hvattihann til að koma með sér á viku túr.

Þeir tóku 6 tíma stím og komu að þar sem fjölmargir bátar voru að veiðum en pabbi hans ákvað að taka stefnuna annað sem reyndist örlagaríkt því þeir gersamlega mok-veiddu. Tjöld voru sett meðfram síðum svo aðrir bátar sæu ekki hversu mikið þeir voru að fiska og Mugson segir frá því að í mesta hamaganginum hafi faðir hans verið í þannig ham að hann átti helst von á því að honum yxu vígtennur.

„Það kom eitt í viðbót, rifnaði náttúrulega og fiskur út um allt. Hann kemur út úr stýrishúsinu og stingur sér eins og þetta væri sundlaug; í þorskinn! Við komum í land á miðvikudegi eða fimmtudegi og ég fór með fulla vasa af peningum á Halló Akureyri og skemmti mér konunglega. Ég var reyndar handtekinn en það er önnur saga.“

Sú saga fylgir.

Mugison ræðir lífið til bæði sjós og lands en hann gaf nýlega út plötna „É Dúdda Mía“ og heiðraði okkur með því að flytja lagið „Hugsa Til Þín“ í lok þáttarins.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér á hlaðvarpsveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni