Svanhildur er bóksölustúlkan sem varð dáðasta söngkona Íslands- Leyndarmálið að baki æskuþokkanum

top augl

Gestur Mannlífsins er söngkonan, útvarpskonan og fyrrum fegurðardrottningin Svanhildur Jakobsdóttir. Svanhildur var um árabil ein allra dáðasta söngkona landsins. Í viðtalinu er hún spurð um leyndarmálið að baki því að viðhalda æskuþokkanum en hún ber aldur sinn einkar vel.

Svanhildur söng margar þekktustu perlur íslenskrar dægurlagatónlistar. Hún man vel fyrsta smellinn sem hún söng með Sextett Ólafs Gauks en það var lagið Segðu ekki nei. Seinna komu smellirnir í röðum. Hún var um árabil ein dáðasta söngkona Íslands.

Svanhildur og Ólafur Gaukur Þórhallsson felldu svo hugi saman og voru gift í 48 ár, en hann lést árið 2011.

Söngferill Svanhildar hófst þegar hún vann í bókabúð Lárusar Blöndal en á þeim tíma var hún að leika í leikrituni Rjúkandi Ráð eftir Jón Múla.

Svanhildur ásamt Reyni Traustasyni í stúdíói Mannlífs.
Mynd: Guðjón Guðjónsson.

 

„Svo var ég að vinna þarna í Vesturveri. Þá voru þrír menn sem voru að stofna tríó í Þjóðleikhúskjallaranum sem að komu auga á þessa ungu afgreiðslustúlku þarna hjá Lárusi Blöndal. Það voru Ólafur Gaukur, Hrafn Pálsson og Kristinn. Þeir réðu mig en fóru fyrst með mig á nokkrar æfingar. Þá vantaði einhverja stelpu þarna í framlínuna og vildu einhverra hluta vegna tékka á mér. Þeir sendu mig heim með efni til að æfa. Síðan byrjaði það ævintýri í Þjóðleikhúskjallaranum. Þá var ég orðin söngkona með meiru“.

Svanhildur situr ekki auðum höndum því hún stýrir þættinum Óskastundin á Rás 1. Nýverið gaf hún út lagið Þú Komst Um Kvöld, sem má heyra hér en lagið er líka flutt í lok þáttarins.

Þáttinn má sjá í heild sinni í opinni dagskrá á hlaðvarpsveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni