Myrkvi gaf nýverið út smáskífuna Early Warning, sem er aðgengilegt á helstu streymisveitum hér, en í fréttatilkynningu segir að stemningin í laginu sé slík að líkt sé að Myrkvi sé að slá upp garðteiti og þér sé boðið, eftirvænting eftir deginum og jákvæðir straumar geisla frá laginu, því megi lýsa sem tesopa í vínglasi eða stefnumóti bretapopps og nútíma „slakker“ rokks.
Lagið er saumarstraumum hlaðið. Strax eftir fyrstu hlustun stendur maður sig að því að því að humma með laginu og ekki laust við að mann langi að fara og grafa upp gömlu Verve og Stone Roses diskana sína.

Myrkvi er sólóverkefni tónlistarmannsins Magnúsar Thorlacius en smáskífan er sú síðasta sem kemur út í aðdraganda útgáfu 10 laga samnefndrar plötu nú í haust. Magnús hefur sér til liðs Yngva Holm en þeir léku áður saman í hljómsveitinni Vio sem stóð uppi sem sigurvegari Músíktilrauna árið 2014.
Magnús og Yngvi eru svo á leið með Myrkva til bæði Póllands og Þýskalands nú í ágúst en með sér til halds og trausts hafa þeir Óskar Björn Bjarnason og Ellert Schram.
Magnús lærði ungur á fiðlu en hann uppgötvaði að hann langaði að semja tónlist og verða tónlistarmaður þegar hann heyrði Simon & Garfunkel leika sína folk-skotnu, rödduðu gítarplokksmúsík en hann var farinn að plokka gítar og semja tónlist á unglingsárum. Hljómsveitin Vio varð svo til en hann lýsir því að frammistaða þeirra í Músíktilraunum hafi komið bæði fjölskyldu hans og vinum í opna skjöldu.
„Maður var ekkert beint að sveifla þessu út en maður hafði alltaf trú á því að þetta væri eitthvað. Það kom því öllum pínu á óvart þegar Vio vann Músíktilraunir.“
Platan væntanlega var einmitt spiluð af meðlimum Vio, hljóðblöndum var í höndum Arnórns Sigurðarsonar en masteringu annaðist Sigurdór Guðmundsson.
Hér má svo sjá tónlistarmyndband Myrkva við lagið Miserable People.