Föstudagur 19. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Ný lög auðvelda allt ferli í kringum líffæragjafir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alþingi samþykkti í vikunni ætlað samþykki líffæragjafa en það var þingmannsfrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og Willums Þórs Willumssonar sem lagt var fram á Alþingi.
Mikill skortur er á líffærum í heiminum og hafa því margar þjóðir farið þessa leið en árið 2013 hafnaði Alþingi frumvarpi um ætlað samþykki. Þetta frumvarp mun því hafa töluverðar breytingar í för með sér.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Silja Dögg segir að mikil fræðsla og umræða í samfélaginu hafi haft þarna töluvert að segja um breytta afstöðu til frumvarpsins en hún var formaður í þverpólitískum hópi sem skipaður var á sínum tíma af Kristjáni Júlíussyni, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um líffæragjafir og vann ötullega að málinu ásamt fleirum. Tíð stjórnarskipti hafi þó haft áhrif á að málið fékk ekki framgöngu á þingi. Silja tekur fram að það þurfi að halda áfram að fræða fólk um líffæragjafir, upp koma ýmsar spurningar sem varði siðferð og trú og menningarlegur bakgrunnur hefur áhrif á afstöðu fólks til líffæragjafa. Hún segir að í Noregi sé sérstök skrifstofa sem sjái um fræðslu líffæragjafa. „Ég myndi kjósa að það yrði einn starfsmaður hjá Embætti landlæknis sem myndi hafa fræðslu og um líffæragjafir á sínum höndum. Við þurfum að halda áfram að fræða fólk og fara í skóla þó að lögin séu til staðar nú og fólk þarf að geta rætt þetta og afskráð sig, óski það ekki eftir að gefa líffæri við andlát. Svo þarf einnig að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í sambandi við allt ferli um líffæragjafir,“ segir Silja Dögg.

Löggjöfin mætir skorti á líffærum
En hvaða þýðingu hefur slík löggjöf fyrir almenning? „Samkvæmt rannsóknum hjá starfshópnum þá léttir slík lögleiðing mikið á bæði aðstandendum og auðveldar allt ferlið í kringum líffæragjöf, en það gildir líka um heilbrigðisstarfsfólk. Löggjöfin mun hafa miklar breytingar í för með sér til að mæta skorti á líffærum sem stöðugt eykst með hækkandi aldri þjóðarinnar,“ segir Silja Dögg.

„Við þurfum að halda áfram að fræða fólk og fara í skóla þó að lögin séu til staðar nú og fólk þarf að geta rætt þetta og afskráð sig, óski það ekki eftir að gefa líffæri við andlát. Svo þarf einnig að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í sambandi við allt ferli um líffæragjafir.“

Löggjöfin um ætlað samþykki var samþykkt af 52 þingmönnum en 2 sátu hjá. Lög frá 1991 byggðust á upplýstu samþykki, þ.e. að hinn látni hefði verið andvígur líffæragjöf nema hann hefði áður lýst yfir vilja til að gefa líffæri sín.

Í ljós hefur komið að meginþorri þjóðarinnar er hlynntur ætluðu samþykki. Íslendingar hafa hingað til fengið líffæri úr sameiginlegum líffærabanka Norðurlandaþjóða, en líffæragjafir okkar hafa lengst af verið fáar í samanburði við aðra. Fjöldi líffæragjafa hefur aukist verulega síðastliðin þrjú ár og mikilvægt að viðhalda því til frambúðar en það er talið m.a. stafa af aukinni umræðu og fræðslu um líffæragjafir.

______________________________________________________________

- Auglýsing -

– Mikill skortur er á líffærum í heiminum.
– Löggjöf frá 1991 gengur út frá að hinn látni hafi verið andvígur líffæragjöf.
– Nýju lögin ganga út frá að hinn látni gefi líffæri sín við andlát nema hann hafi komið annarri skoðun sinni áleiðis.
– Rannsóknir hafa sýnt að meginþorri þjóðarinnar er hlynntur því að gefa líffæri.
– Nýju lögin auðvelda bæði aðstandendum og heilbrigðisstarfsfólki allt ferli í kringum líffæragjöf.
– Með fram nýju lögunum verður bæði almenningur fræddur og heilbrigðisstarfsfólk þjálfað.
– Æskilegt er að Embætti landlæknis muni sjá um upplýsingar um líffæragjafir og þá sem eru andvígir.

Hér á landi getur fólk skráð vilja sinn ef það vill ekki gefa líffæri á vef Embættis landlæknis og á www.heilsuvera.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -