Ódýru verkfæraleigunni borgið – RVK Tool Library

Deila

- Auglýsing -

Fyrir rúmum tveimur árum hóf Reykjavík Tool Library starfsemi en um er að ræða verkfæraleigu sem notið hefur mikilla vinsælda frá opnun. Þar er hægt að leigja hin ýmsu verkfæri fyrir ákaflega lága upphæð. Bæði hafa fyrirtæki og einstaklingar gefið leigunni verkfæri og úrvalið því býsna gott og mörg verkfærin öðlast nýtt líf eftir langan tíma í geymslu.

Húsnæði leigunnar hefur verið við Eyjarslóð 3 í Reykjavík en það húsnæði er ekki lengur laust og því var útlit fyrir að leigan væri á hrakhólum. Í dag bárust hins vegar þær ljómandi góðu fréttir að verkfæraleigan hefði fengið annað húsnæði undir starfsemi sína og opnar þann fyrsta júlí. Ekki hefur verið greint frá hvar hið nýja húsnæði er staðsett en þeir sem vilja leggja til kerrur, bíla eða krafta mega endilega setja sig í samband við RVK Tool Library, eins og fram kemur á Facebooksíðu leigunnar.

Þeir sem eru í miðjum framkvæmdum og reiða sig á verkfæraleiguna góðu þurfa þó ekki að örvænta fram til 1. júlí því á sunnudaginn (14. júní) geta viðskiptavinir komið og sótt verkfæri á milli klukkan 12 og 17. Þeim þarf ekki að skila fyrr en 1. júlí.

 

- Advertisement -

Athugasemdir