Ólafur Darri í nýrri stiklu með Jennifer Aniston og Adam Sandler

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í myndinni Murder Mystery. Netflix hefur birt stiklu úr myndinni þar sem Ólafur Darri kemur fyrir stuttlega. Auk Ólafs Darra eru þau Jennifer Aniston, Adam Sandler og Luke Evans í aðalhlutverkum.

Murder Mystery fjallar um bandarísk hjón sem ákveða að reyna lappa upp á hjónabandið sitt með því að fara í frí til Evrópu. Með hlutverk hjónanna fara Sandler og Aniston. Þau hitta dularfullan mann, leikinn af Luke Evans, sem býður þeim að koma með sér á snekkju í eigu eldri milljarðarmærings. Eigandi snekkjunnar er myrtur skömmu eftir komu hjónanna. Von þeirra hjóna um rólegt frí fer því í vaskinn enda liggja þau nú undir grun.

Ólafur Darri er einn farsælasti leikari okkar Íslendinga. Vinsældir hans erlendis hafa aukist hratt. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við The Meg, Fantastic beasts: Crimes of Grindelwald og How to train your dragon. The Meg skartar Jason Statham í aðahlutverki. Fantastic beasts: Crimes of Grindelwald gerist í Harry Potter heiminum. Þá ljáði Ólafur Darri sögupersónunni Ragnar the Rock rödd sína í myndinni um tannlausa drekann, How to train you dragon. Þá hefur stórleikur Ólafs Darra í þáttaröðinni Ófærð vakið mikla athygli, á Íslandi og erlendis.

Vinsælt er að halda svokölluð Murder mystery boð þar sem gestir mæta og taka þátt í hlutverkaleik út kvöldið. Slík boð eru þekkt um allan heim, þar á meðal hér á Íslandi. Hlutverkaleikurinn fer þannig fram að einn gestanna er morðingi og það er hlutverk hinna gestanna að leysa morðgátuna. Þáttakendur fá úthlutað sögupersónur sem þeim er ætlað að leika yfir kvöldið. Oft fylgir leiknum ákveðið þema. Gestir geta átt von á leiðbeiningum um búningaval og vísbendingum sem þau eiga að fylgja í leit sinni að morðingjanum.

Kvikmyndin Murder Mystery, sem tekin var upp í Kanada og á Ítalíu síðast liðið sumar, verður frumsýnd á Netflix í júní.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Blundar í þér ástarsaga?

Bókaútgáfan Króníka og Sparibollinn – bókmenntaverðlaun blása til samkeppni um handritið að bestu ástarsögunni.Sparibollinn er árviss viðurkenning...

Hópur kvenna afsakar sig

Íris Stefanía Skúladóttir og Sísi Ingólfsdóttir, konurnar á bak við feminíska listahópinn AFSAKIÐ, hafa opnað sýninguna Afsakið...

Nýtt í dag

Óþægilegt fyrir Róbert

Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, er í snúinni stöðu eftir að Fréttablaðið upplýsti að hann vildi taka slaginn...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -