Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Pétur Einarsson látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pétur Einarsson lést í gær, 72 ára að aldri. Pétur Einarsson var með ólæknandi, sjaldgæft krabbamein og í viðtali við Mannlíf í byrjun maí sagðist hann efast um að lifa til hausts og sagðist hann ekki hræddur við dauðann.

Sjá einnig: „Ég þekki ekki líkama minn lengur“

Pétur hélt úti Facebook-síðunni Dagbók krabbameinssjúklings þar sem hann skrifaði hugleiðingar sínar og fólk sagt frá sinni erfiðu lífsreynslu.

Pétur og Svanfríður: Hjónin eru búin að ákveða að það verði ekki jarðarför og Pétur vill verða brenndur, Svanfríður má svo ráða hvað hún gerir við öskuna.
Mynd / Helgi Jónsson

Eftirlifandi eiginkona hans Svanfríður Ingvarsdóttir greinir frá andláti Péturs í hópnum nú í dag:

„Kæru vinir. Elsku Pétur tók flugið heim í gær 20.05.20 kl.15:04. Guðs blessun til ykkar allra,“ segir Svanfríður og birtir með orð og ljóð Péturs.

„Það þýðir víst ekkert annað en að taka þessu með æðruleysi, en mikið helvíti er þessi blessaður líkhamur minn að valda mér miklum erfiðleikum.

- Auglýsing -

Bráðum verð ég án hans. Hann hverfur til moldar og verður efni í aðra lífveru, en ég flýg á vængjum morgunroðans til minna heimkynna.”

Lýs milda ljós í gegnum þennan geim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt, og harla langt er heim.
Ó, hjálpin mín,
styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú
og hennar ljós?
Mér sýndist bjart, en birtan þvarr og nú
er burt mitt hrós.
Ég elti skugga fann þó sjaldan frið,
uns fáráð öndin sættist Guð sinn við.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyr.

Pétur var með réttindi héraðsdómslögmanns, atvinnuflugmanns, húsasmíðameistara og minni skipstjórnarréttindi. Hann starfaði sem sjálfstæður lögmaður og fasteignasali og var stofnandi einnar elstu fasteignasölu Íslands, Eignaborgar í Kópavogi.  Hann var einnig einn af stofnendum flugskólans Flugtak. Árið 1978 hóf hann störf hjá Flugmálastjórn Íslands og starfaði þar sem varaflugmálastjóri og flugmálastjóri frá 1983 til 1992. Þá starfaði hann sem alþjóðlegur ráðgjafi í Austur-Afríku 1989 til 1994 að ýmsum verkefnum en aðallega að flugmálum. Á þessum árum var hann reglulega með útvarpsþætti, skrifaði reglulega í dagblað og hélt námskeið í fundarstjórn og fundartækni. Pétur skrifaði nokkrar bækur.

- Auglýsing -

Mannlíf vottar ættingjum Péturs samúð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -