Laugardagur 20. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Rithönd Meghan Markle hefur gjörbreyst eftir að hún giftist inn í konungsfjölskylduna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithönd hertogaynjunnar Meghan Markle hefur gjörbreyst eftir að hún gekk að eiga Harry Bretaprins þann 19. maí síðastliðinn. Um þetta er fjallað á vef Women’s Health, en það er rithandarsérfræðingurinn Kathi McKnight, sem fer yfir hvernig rithönd leikkonunnar hefur breyst.

Til vinstri: gamla rithönd Meghan. Til hægri: nýja rithönd Meghan.

Sjá einnig: Heiðruðu Díönu prinsessu með brúðkaupsmyndunum.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Meghan skrifaði nafn sitt áður en hún gifti sig, en varla er hægt að lesa hvað stendur á blaðinu:

Kathi segir ólæsilega rithönd merkja að manneskja vilji halda sínu einkalífi fyrir sig og bætir við að rithönd margra stjarna sé einmitt ólæsileg. Þá bendir Kathi á að nafn Meghan halli lítið eitt, sem geti verið merki um úthverfu. Það getur einnig merkt að Meghan sé tilfinninganæm og jafnvel hvatvís þar sem hún virðist hafa skrifað nafnið sitt með hraði.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Meghan skrifar nafn sitt nú eftir að hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna:

Sem hertogaynja eyðir Meghan meiri tíma í að skrifa nafn sitt og nú er hægt að lesa skriftina hennar. Að sögn Kathi er það merki um meiri sjálfsstjórn og jafnvægi. Þá sé sú staðreynd að Meghan taki sér meiri tíma í að skrifa nafn sitt merki um að hún sé að sýna lesendum virðingu.

„Hún er viljugri til að fólk sjái hana eins og hún er, sem þarf hugrekki til að gera út á við,” segir Kathi.

- Auglýsing -

Þá segir Kathi að það sem þessar tvær undirskriftir eigi sameiginlegt sé að fyrsti og síðasti bókstafurinn í nafni Meghan séu mjög svipaðir. Þá virðist hún halda þeim stíl áfram að skrifa ekki þannig að bókstafirnir snerti línuna, sem getur þýtt að hún sé smá uppreisnarseggur inn við beinið.

Sjá einnig: Stjörnurnar fjölmenntu í konunglega brúðkaupið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -