Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

SA hvetja til yfirvegunar í tengslum við Covid-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Að ósk sóttvarnarlæknis hafa Samtök atvinnulífsins fundað með honum vegna óvissustigs sem lýst hefur verið yfir vegna faraldurs kórónaveiru (COVID-19). Samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna hafa SA hlutverki að gegna þegar heimsfaldrar verða. Það felst aðallega í að miðla upplýsingum til fyrirtækja. Það er mikilvægt að upplýsingar sem okkur berast um stöðu mála hverju sinni grundvalli ákvarðanir og viðbrögð.“

Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í Mannlífi sem kom út í morgun. Hann segir samtökin boðin og búin til að vinna með yfirvöldum í aðgerðum þeirra og hvetur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama og sýna starfsmönnum skilning sem mögulega munu þurfa að vera fjarri vinnu.

„Samtök atvinnulífsins hvetja til yfirvegunar í máli og gjörðum þegar kemur að umræðu um kórónaveiruna. Förum varlega og nálgumst verkefnið af ábyrgð en án upphrópana. Slíkt er vænlegt til árangurs.“

Hér má lesa pistil Halldórs í heild.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -