Laugardagur 22. júní, 2024
9 C
Reykjavik

Sakar Gleðipinna um „gróft ásetningsbrot“ með heimsendingarþjónustu sinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hver er ábyrgð veitingastaða sem bera smit COVID-19 sjúkdómsins á milli húsa með heimsendum mat? Ævar Ingi Pálsson pípulagningarmeistari varpar þessari spurningu fram í pistli sínum sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Ævar segir veitingastaði nú berjast í bökkum vegna útbreiðslu COVID-19 en að margir hafi gripið til þess ráðs að bjóða upp á heimsendingu. Hann segir því miður ekki alla vanda til verka í þeim efnum.

„Því miður er sannleikurinn sá að tugir þessara staða hafa ákveðið að taka sér styttri leið þegar kemur að heimsendingu og virða þeir leiðbeiningar heilbrigðiseftirlitsins um
þjónustuna að vettugi. Á meðan er engin leið til að sannreyna að sóttvarnir séu tryggðar,“ skrifar hann.

Hann segir að sumir veitingastaðir fari eftir leiðbeiningum heilbrigðiseftirlits um heimsendingarþjónustu á meðan aðrir svindla.

„Fyrir veitingastað í samkeppnisrekstri sem fer eftir öllum reglum er hreint út sagt sorglegt að fylgjast með öðrum svindla, á keppinautum en ekki síst viðskiptavinum sínum
sem eiga það skilið á viðsjárverðum tímum að gætt sé að ströngustu skilyrðum um sóttvarnir.“

Hann tekur Gleðipinna ehf. sem dæmi en Gleðipinnar og Hreyfill hafa verið í samstarfi undanfarið í heimsendingarþjónustu.

- Auglýsing -

„Án þess að benda fingri á einstaka veitingastaði þá hlýtur að teljast sjálfsagt að umsvifamikil keðja veitingastaða, þ.e. Gleðipinnar ehf. (áður Foodco), fari að lögum og reglum en fyrirtækið hefur samið við leigubílastöðina Hreyfil fyrir alla sína staði. Samkvæmt reglum heilbrigðiseftirlitsins skal nota þar til gerð flutningstæki til að f lytja matvæli, s.s. bíla með kæli- eða frystibúnaði, og ekki er heimilt að flytja annað en matvæli í sama flutningstækinu. Þarna er því um afar gróft ásetningsbrot að ræða.“

Ævar bætir við að fleiri fyrirtæki hafi samið við leigubílastöðvar eða notist við einkabíla til að koma matnum til skila til viðskiptavina.

„Einnig eru mörg dæmi um að veitingastaðir notist við einkabíla starfsfólks sem
er sannarlega einnig óheimilt. Auk þessa er ákaflega líklegt að veitingastaðirnir sem um ræðir vinni ekki eftir þrifaáætlun sem heilbrigðiseftirlitið gerir kröfu um en þrífa
skal flutningstæki áður en þau eru notuð til að flytja matvæli og eftir hverja notkun.“

- Auglýsing -

Ævar varpar fram nokkrum spurningum í pistli sínum. Hann spyr hver ábyrgð veitingastaða sem bera COVID-19 smit á milli húsa sé. Hann spyr einnig hvar eftirlitið sé. Hann telur að ef ekkert verði aðhafst muni veitingastaðir slaka meira á kröfum sínum til að lækka kostnað.

„Hlýðum Víði og verslum eingöngu við ábyrga veitingamenn!“

Uppfært: Gleðipinnar og Hreyfill sendu frá sér tilkynningu vegna umrædds pistils. Svar þeirra má sjá hérna: Gleðipinnar og Hreyfill svara ásökunum og varpa ljósi á hvernig staðið er að málum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -