Sunnudagur 19. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Stórhættuleg tískubylgja á meðal barna: „Þau eru eins og villimenn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óhugnaleg hegðun virðist vera ríkjandi á meðal margra unglinga í dag. Ofbeldisbrot hafa aukist en nú er í „tísku“ að taka upp líkamsárásir og birta þær á samfélagsmiðlum.

Í Bretlandi vakti eitt slíkt myndband mikla athygli. 12 ára stúlka var plötuð í almenningsgarð þar sem hópur ungmenna réðst á hana, tóku árásina upp á síma og deildu á samfélagsmiðlum. Í kringum má sjá fjölda krakka klappa og hvetja árásarmennina áfram. Myndbandinu var dreift víða og vakti mikinn óhug á meðal Breta.

Móðir fórnalambsins segir fjölskylduna hafa flutt eftir árásina. „Þau eru eins og villimenn. Eldri strákar spörkuðu í höfuðið á henni og börn sem þekkja hana ekki einu sinni tóku þátt. Ég vil að aðrir foreldrar séu meðvituð um þetta ástand. Þetta eru illmenni“

Þetta er langt frá því að vera eina dæmið um svona lagað. Í síðustu viku var annað myndband í dreyfingu þar sem ráðist var á 13 ára stúlku.

Christine Pratt, stofnandi National Bullying Helpline, eða hjálparlínu vegna eineltismála, segir fjölda þeirra sem leita til samtakanna aukast hratt. „Fyrir þessum krökkum er þetta skemmtiatriði. Þessi tíska er stórhættuleg og þarf að stöðva.“

Dæmi eru um samskonar myndbönd hér á landi og hefur ofbeldi á meðal barna aukist til muna síðustu ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -