2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Stórhuga áætlanir nýs eigenda WOW Air

Michele Ballarin, sem keypti eignir WOW Air úr þrotabúi hins gjaldþrota flugfélags, segist vera búin að útvega fjármagn til að reka nýtt flugfélag fyrstu tvö árin. Á þessum tíma sé ætlunin að hafa 12 flugvélar í flota félagsins.

Þetta segir Ballarin í viðtali við Viðskiptamoggann. Þar segir að stefna Ballarin sé að innan 24 mánaða frá stofnun félagsins sé stefnan að vera með 10 til 12 flugvélar í rekstri. Nú þegar sé búið að tryggja 85 milljónir dollara til rekstrarins, eða sem nemur 10,5 milljöðrum króna. Sú upphæð getur farið upp í 12,5 milljarða, ef þörf er talin á því.

„Það er bara eitt sem við viljum tryggja: að það skorti ekki fé. Það er mjög mikilvægt. Það að vera með sjóð upp á 85 milljónir dala, vera íhaldssöm í fjármálum og að hafa vel herta sultaról, þá ættum við að geta forðast augljós vandamál,“ er haft eftir Ballarin.

Æltunin er að keyra flotann á Airbus vélum og hafa nýir eigendur augastað á fyrri áfangastöðum WOW, bæði í Evrópu og vestanhafs.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is