Laugardagur 18. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Svona getur þú haldið fermingu undir 170.000 krónum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er hægt að láta allan fermingarkostnað vera innan við 170 þúsund krónur hér á landi og Mannlíf fer hér yfir það með Rósu Björk Ágústsdóttur hvernig það er hægt. Henni mun takast að halda kostnaði í kringum fermingu sonar síns í 165 þúsund krónum.

Nú eru fermingar á næsta leiti og að mörgu er að hyggja í sambandi við stóra daginn. Útgjöld í tengslum við fermingardaginn geta verið ansi mikil, en þó er hægt að stýra þeim, í samráði við fermingarbarnið/ börnin. Mikið er um að foreldrar og aðrir sem koma að skipulagi dagsins reyni eftir fremsta megni að halda útgjöldunum niðri. Mannlíf ræddi við Rósu Björk sem er ein af þeim sem er að halda útgjöldunum í eins miklu lágmarki og unnt er. Fermingarbarnið fær þó auðvitað að ráða ferðinni. Einar Ágúst  sem verður fermdur þann 1.maí, kaus að fermast að heiðnum sið en slíkar athafnir sér Ásatrúarfélagið um. Rósa segir að börnin hennar hafi öll fengið að ráða með hvaða hætti þau fermdust. Eldri börnin tvö fermdust hjá Hjálpræðishernum og Þjóðkirkjunni.

Rósa Björk Ágústsdóttir (mynd í einkaeigu)
Einar Ágúst (mynd í einkaeigu)

Svona halda Rósa Björk og börnin hennar útgjöldunum niðri

Merktar munnþurrkur, kerti og gestabók er eitthvað sem ekkert barna hennar vildi, fannst það óþarfi.  Rósa segir að börn hennar séu ekki kröfuhörð, þau fara sínar eigin leiðir, þurfa ekki að fylgja tískustraumum og slíku, þeim er sama hvað öðrum finnst. Börnin hafa sínar skoðanir á því sem telst hefðbundið. Þegar dóttir hennar fermdist sá hún sem dæmi um að farða sig sjálf. Engum er boðið í veisluna sem börnin þekkja ekki vel, Rósa segir mikinn sparnað af því. Ein af þremur veislum hafa verið haldin heima og þannig sparast leiga á sal.

Melgresi og nytjamarkaðir

Rósa og Einar Ágúst fóru saman og tíndu melgresi sem þau ætla að spreyja í rauðum og svörtum lit. Nytjamarkaðir verða svo sóttir heim og þar á að finna svarta og rauða vasa undir melgresið. Í þessar skreytingar reiknar Rósa með kostnaði upp á 4.000 kr. Rósa á skraut úr fyrstu fermingarveislunni sem verður notað og spreyjað svo það samræmist þemalitum veislunnar. Borðdúka á einnig að finna á nytjamörkuðum.

- Auglýsing -
Skrautið tínt beint úr náttúrunni (mynd í einkaeigu)
Melgresið komið í hús (mynd í einkaeigu)

Fatnaður, veitingar og myndataka

Hvað fatnað varðar þá er búið að kaupa föt á Einar Ágúst fyrir 27.590 kr. Hann mun nota skó, belti og slaufu af eldri bróður sínum. Einar Ágúst vill bjóða upp á Dominos pizzur í veislunni sinni en það var hann lengi að ákveða, Rósa kveðst hafa fallist á hans hugmynd. Veislugestir verða á bilinu 40 til 50. Það verða kökur í eftirrétt, amma drengsins fær að kaupa eina köku en að öðru leyti munu þrír vinir fjölskyldunar baka endurgjaldslaust. Hvað varðar myndatöku þá er það vinur Rósu sem tekur þær endurgjaldslaust, hann tekur óhefðbundnar myndir sem eru mjög skemmtilegar.

Áætluð útgjöld

- Auglýsing -

Ekki eru komnar endanlegar kostnaðartölur hjá Rósu Björk en áætlað er að þær með öllu inniföldu, fermingarfræðslu og öllu tilheyrandi verði í kringum 165.000 kr. Ef þau þurfa að leigja sal sem er alls ekki víst, fer eftir þátttöku, þá fæst hann á mjög sanngjörnu verði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -