Föstudagur 14. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Þrekvirki Landspítalans á COVID-19 tímabilinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frá því að COVID-19 faraldurinn reið yfir Ísland hafa nærri 3.400 eintaklingar lagst inn á Landspítalann til meðferðar. Af þeim hafa 105 sjúklingar legið inni veikir vegna veirunnar. Þetta kemur fram í tölfræði Landspítalans sem Mannlíf óskaði eftir.

Fyrsta kórónuveirusmitið hér á landi greindist 28. febrúar síðastliðinn og hefur landspítalinn gegnt mikilvægu hlutverki í baráttunni við COVID-19 þar sem gjörbylta hefur þurft starfsemi spítalans á skömmum tíma. Tölfræðin sýnir að á sama tíma og baráttan við sjúkdóminn skæða hefur verið í gangi hefur starfsfólk Landspítala hjálpað þúsundum annarra í glímu við önnur alvarleg veikindi. Tölurnar sýna svo ekki verður um villst að glíman við COVID-19 er aðeins brotabrot af öllu því sem á spítalann hefur dunið síðustu tvo mánuði.

Á sama tímabili hafa 480 börn fæðst á spítalanum sem sýnir að nærri 5 börn hafa fæðst fyrir hvern þann sem látið hefur lífið á COVID-tímabilinu hér á landi.

Fjöldi barna fæðst

Um leið og ríflega 100 einstaklingar hafa látið lífið á Landspítalanum frá því faraldurinn hófst eru innan við 10% þeirra sem létust af völdum COVID-19, eða 7 manns alls. Á sama tímabili hafa 480 börn fæðst á spítalanum sem sýnir að nærri 5 börn hafa fæðst fyrir hvern þann sem látið hefur lífið á COVID-tímabilinu hér á landi.

Mannlíf greindi frá því að á meðan kórónuveirufaraldurinn hefur gengið yfir landið hafa um það bil helmingi fleiri Íslendingar fæðst heldur en látist. Yfir 620 einstaklingar hafa látið lífið hér á landi á fyrsta ársfjórðungi ársins og af þeim eru 10 einstaklingar sem hafa látist vegna COVID-19. Þetta gefa tölur Hagstofunnar til kynna og á sama tímabili fæddust 1.080 Íslendingar. Í samanburði við síðustu þrjú ár hafa færri Íslendingar látist í ár þrátt fyrir faraldurinn.

Sjá meira hér: Jákvæðar hliðar COVID-19 faraldursins

- Auglýsing -
Mynd / Unnur Magna

Bara brot með COVID-19

Landspítalanum hefur undanfarið borist rausnarlegar gjafir, meðal annars 17 öndunarvélar sem hafa nýst vel þeim sem alvarlegast veiktust af COVID-19. Þeir sjúklingar voru hins vegar aðeins tæpur fjórðungur allra sem þurftu á öndunarvél að halda á tímabili faraldursins, líkt og tölfræði Landspítalans sýnir en 63 sjúklingar hafa þurft öndurvél á tímabilinu og voru 15 þeirra sýktir af kórónaveirunni.

Af þeim fjölda sjúklinga sem lagst hefur inn á gjörgæslu á Landspítalanum frá 28. febrúar, eftir að fyrsta smitið greindist hér á landi, er innan við fimmtungur sem veikir voru af COVID-19. Sjúklingarnir voru alls 156 og 27 þeirra smitaðir af veirunni. Tölfræðin nær frá því að fyrsta smitið greindist hér á landi og fram til loka aprílmánaðar.

- Auglýsing -

 

Tölfræði Landspítalans í COVID-faraldrinum:

Alls           Þar af vegna COVID-19

Fjöldi innlagðra sjúklinga      3.398         105

Fjöldi gjörgæslusjúklinga      156            27

Fjöldi í öndunarvél                63             15

Fjöldi látinna                       101            7

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -