Fimmtudagur 25. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Þriggja leitað í tengslum við morð á tíu ára stúlku: „Þetta er ekki sanngjarnt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tíu ára stúlka fannst látin á heimili sínu í bænum Horsell í Bretlandi í síðustu viku. Talið er að hún hafi verið myrt og leitar lögreglan nú þriggja einstaklinga sem flúðu land stutttu áður en lík stúlkunnar fannst.

Sara Sharif var glaður krakki að sögn móður hennar sem lýsti sorg sinni í viðtali við The Sun. „Það er ekkert sem ég get gert til þess að fá hana til baka, þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði móðirin og brast í grát. Hún segir föður Söru hafa verið með fullt forræði yfir dóttur þeirra og að hún hafi einungis fengið að hitta hana tvisvar síðustu fjögur ár. Rígur var á milli foreldranna eftir að faðir Söru hóf samband við aðra konu.

Olga Sherif með mynd af dóttur sinni.
Malik Urfan Sharif, faðir Söru.

„Þriggja er nú leitað í tengslum við morðið á 10 ára stúlku. Rannsóknaraðilar hafa staðfest að enginn hafi verið á heimilinu þar sem barnið fannst snemma á fimmtudagsmorgun. Þeir sem lögregla vill ná tali á þekktu fórnalambið vel,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Sara Sharif.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -