Fimmtudagur 9. desember, 2021
2.8 C
Reykjavik

Tveir leynigestir í stærsta Eurovision-partíi Íslands

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Á aðalkeppni Eurovision á hverju ári er sérstakur skemmtistaður sem heitir Euro Club þar sem blaðamenn og keppendur í Eurovision safnast saman eftir keppnina. Þessi klúbbur er yfirleitt á einhverjum skemmtistað í borginni þar sem Eurovision er haldið og þar eru náttúrulega eingöngu spiluð Eurovision-lög og Eurovision-keppendur koma fram. Nú ætlum við í FÁSES að reyna að færa þessa hefð heim,“ segir Laufey Helga Guðmundsdóttir. Hún situr í stjórn FÁSES, félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og er einnig í stjórn í OGAE, alþjóðlegum regnhlífasamtökum Eurovision-aðdéndaklúbba um heim allan.

FÁSES-meðlimir ætla að halda fyrrnefndan Euro Club á skemmtistaðnum Ölveri eftir aðalkeppni Söngvakeppninnar sem haldin verður í Laugardalshöll næstkomandi laugardag, þann 3. mars. En það er ekki eini viðburðinn sem FÁSES-liðar bjóða uppá næstu helgi. Alls eru skipulagðir fjórir viðburðir í kringum úrslitin.

Laufey ásamt ítalska keppandanum Francesco Gabbani sem sló í gegn í fyrra með lagið Occidentali’s Karma.

Leynigestir gætu verið erlendir

„Á föstudaginn verður Barsvar í sal Samtakanna 78 þar sem viðstaddir verða spurðir úr Eurovision-spjörunum. Á laugardagsmorgun verður Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, með Eurovision Zumba í Reebok Fitness í Holtagörðum. Það er danstími með Eurovision-lögum sem Flosi hefur boðið uppá síðustu ár. Það er algjörlega ómissandi til að hrista úr sér mesta spenninginn, því ég veit hreinlega ekki hvor er spenntari fyrir úrslitunum; keppendurnir sjálfir eða við aðdáendur,“ segir Laufey og hlær og heldur áfram.

„Seinna sama dag verðum við með fyrirpartí í sal tölvunarfræðinga á Engjateig. Það verður að stilla af fánana, skipuleggja klappið og stilla saman strengi. Þar hittumst við klukkan 16.30 og röltum yfir í Laugardalshöll upp úr klukkan 19 með tveimur leynigestum að þessu sinni,“ segir Laufey, mjög dul og vill sem minnst segja um gestina.

Hér er Laufey ásamt Flosa og sigurvegara síðasta árs, hinum portúgalska Salvador Sobral.

„Það gæti verið að þeir væru erlendir. Hver veit? Við erum að skipuleggja tísera í þessari viku og ætlum að ljóstra því upp hverjir það eru í lok vikunnar. Eftir úrslitin röltum við saman yfir á Ölver þar sem verður Eurovision-plötusnúður frá klukkan 23 til 3,“ segir Laufey.

Margir keppendur í Söngvakeppninni í ár eru búnir að staðfesta komu sína í partíið.

„Fókus hópurinn ætlar að stíga á stokk, sem og Ari Ólafsson, Dagur Sigurðsson, Stefanía Svavarsdóttir og Aron Hannes. Við erum að vinna í því að fá hina keppendurna líka. Þetta verður staðurinn til að vera á.“

Allir velkomnir og frítt á alla viðburði

- Auglýsing -

Laufey er að vonum spennt fyrir helginni, sem er einn af hápunktum Eurovision-vertíðarinnar.

„Félagar FÁSES í kringum landið ætla að koma til Reykjavíkur þessa helgi og einnig fullt af Eurovision-aðdáendum frá útlöndum. Það er gaman að gera svona mikið úr þessu og vera saman heila helgi,“ segir hún en bætir við að viðburðir helgarinnar séu ekki eingöngu fyrir meðlimi FÁSES.

„Það eru allir velkomnir á alla viðburði og viljum við endilega sjá sem flesta. Það er frítt inn á alla viðburði og því um að gera að slást í för með Eurovision-gleðinni.“

Helsinki að ári?

- Auglýsing -

Aðspurð um hvaða lag hún haldi mest uppá í Söngvakeppninni í ár, vill Laufey helst ekki uppljóstra því.

„Ég á alveg fjögur uppáhaldslög þannig að ég er í tiltölulega góðum málum. En ég er fyrst og fremst glöð yfir því að það sé haldin keppni hér heima og það sé svona mikil stemning fyrir henni. Mér finnst RÚV vera að standa sig mjög vel og ég er mjög þakklát fyrir að almenningur fái að taka þátt í að velja framlag okkar til Eurovision,“ segir Laufey, sem fylgist vel með gangi mála í hinum Evrópulöndunum og hefur nú þegar fallið fyrir einum flytjandanum.

„Ég á algjörlega uppáhalds Eurovision-flytjanda í ár. Það er hin finnska Saara Aalto. Hún á eftir að velja á milli hvaða þriggja laga hún ætlar að syngja í keppninni en hún er hörkugóð söngkona. Ég væri ekkert hissa á því ef við færum til Helsinki á Eurovision á næsta ári.“

En hvaða óskalög mun Laufey biðja um í Eurovision-partíinu næstu helgi, sjálfum Euro Club?

„Góð spurning. Ætli það verði ekki You með Robin Stjernberg og Monsters með Söru Aalto. Af íslensku lögunum er það Eitt lag enn með Stjórninni. Engin spurning.“

Myndir / Úr einkasafni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -