Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Tveir starfsmenn Mountaineers of Iceland með réttarstöðu sakbornings

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglu. Rannsóknin snýr að vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins við Langjökul í janúar.

39 erlendir ferðamenn voru í ferðinni, sem farin var 8. janúar, en varað hafði verið við miklu óveðri á svæðinu. Björgunarsveitir Landsbjargar komu fólkinu til bjargar, en það hafði hýrst í hríðarbyl í nokkra klukktutíma, áður en óskað var eftir aðstoð. Nokkur börn voru í hópi ferðamannanna. Einhverjir ferðamannanna hafa leitað réttar síns gagnvart Mountaineers of Iceland.

„Annar er almennur starfsmaður en hinn er rekstraraðili hjá fyrirtækinu,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi við fréttastofu RÚV og segir hann að rannsókn málsins sé nokkurn veginn lokið, og að það verði sent ákærusviði fljótlega.

Meðal annars hefur verið til skoðunar hvort ferðin kunni að flokkast sem hættubrot af hálfu fyrirtækisins og hvort athæfi fyrirtækisins teljist saknæmt.

Nánar er fjallað um málið á vef RÚV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -