Fimmtudagur 18. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Valgerður dregur uppsögn sína til baka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka en greint var frá því í mars að hun hefði í tölvupósti til stjórnar SÁÁ þann 27. mars tilkynnt að hún ætli að segja upp starfi sínu. 

Í nýrri tilkynningu á vef SÁÁ segir að Valgerður hafi dregið uppsögn sína til baka og að um leið dregur framkvæmdastjórnin til baka uppsagnir allra þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót.

„Þetta var góð niðurstaða hjá framkvæmdastjórn samtakanna. Við hjá SÁÁ höfum mikið verk að vinna og það er hugur í starfsfólkinu sem stendur saman í þrengingunum sem eru fyrirséðar þetta árið,“ er haft eftir Valgerði í tilkynningu.

Spjótin hafa beinast að Arnþóri Jónssyni, formanni SÁÁ, eftir að Valgerður sagði upp starfi sínu þar sem ósætti hefur ríkt á milli þeirra og bauðst Arnþór til að stíga til hliðar ef Valgerður myndi draga uppsögn sína til baka.

Í nýrri tilkynningu SÁÁ er þetta haft eftir Arnþóri: „Ég fagna þessari ákvörðun forstjórans. Hún hefur nú óbundnar hendur við þær sparnaðaraðgerðir sem nauðsynlegar eru til að tryggja greiðsluhæfni félagsins.“

Sjá einnig: Dropinn sem fyllti mælinn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -