Föstudagur 17. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Mikil verðhækkun í Bónus – VERÐKÖNNUN – Eggin hækkað um 25 prósent

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á síðustu tveimur árum hefur verðlag í Bónus hækkað um allt að fjórðung. Þannig hefur til dæmis verð á eggjum frá Stjörnueggi hækkað um 25 prósent á tímabililnu.

Við verðkönnun sem Mannlíf framkvæmdi kom í ljós mikil hækkun milli ára á ákveðnum vörutegundum. Borin voru saman verð á sömu vöruflokkunum með nákvæmlega 2 ára millibili, sama dag í febrúarmánuði 2019 annars vegar og nú í ár hins vegar.

Hlutfallslega var hækkunin mest á íslenskum vörutegundum. Egg hækkuðu um 25 prósent, Kea skyr um 14 prósent og Myllu samlokubrauð um 12 prósent. Af erlendum vörum sem hækkuðu umtalsvert má nefna hvítlauk en hann hækkaði um 13 prósent, rauða papriku sem hækkaði um 12 prósent og Euro Shopper kexi sem hækkaði um 13 prósent.

Tvær vörutegundir stóðu í stað, báðar íslenskar. Heill aspas frá Heima og hrásalat frá Nonna.

Vara:20192021Hækkun í %
Kea skyr 50 gr hreint27531914%
Myllu samlbrauð 1/222725912%
E.S nýrnabaunir95983%
MS rjómi 500ml5315626%
OS Góðostur 17% sneiðar6797499%
Paprika rauð Spánn kg verð41947512%
MS AB peru 500ml2712896%
Heima aspars heill3983980%
OS Smjör 500gr47954312%
Stjörnuegg 6stk25934525%
SFG sveppir 250gr3293393%
Bónus brauð sólkjarna2392598%
Hvítlaukur 250gr Kína15919813%
E.S kex bitakökur 15stk13915913%
Bananar Dole kg verð2392598%
Nonni hrásalat 350gr2592590%
SAMTALS:456950319%

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -