Miðvikudagur 11. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

„Vinnur þessi maður ekki lágmarksheimavinnu?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjóðþekktir Íslendingar létu ýmis skrautleg ummæli falla í liðinni viku.

„Vinnur þessi maður ekki lágmarksheimavinnu?“

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, um þau ummæli Guðmundar Franklíns Jónssonar, að ætla að lækka laun forseta um 50 prósent verði hann kjörinn í embættið. Jón bendir á að samkvæmt stjórnarskrá sé aldrei hægt að lækka launin á meðan forseti gegni embætti. Guðmundur hafi greinilega ekki kynnt sér það.

„COVID-19 kreppan hefur komið illa við vinnumarkaðinn með því að þurrka út þúsundir starfa í ferðaþjónustu. En hún hefur einnig afhjúpað veikleika sem voru fyrir hendi áður og felast í því að láglaunagrein í hálaunalandi búi til störf fyrir innflytjendur á meðan margir Íslendingar flytja búferlum til annarra landa og aðrir fá ekki störf við sitt hæfi innanlands.“

Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, í Vísbendingu.

„Ég hef frá því að vöxtur ferðaþjónustunnar hófst, gagnrýnt að ferðaþjónustunni hafi verið færðir sérstakir skattastyrkir sem hvati til vaxtar. Úr varð ósjálfbær vöxtur. Ég veit að núna er ekki rétti tíminn í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja, að segja „sagði ég ekki“. En það er samt næstum komið fram á varirnar.“

- Auglýsing -

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

„Þetta „I told you so“ er óskaplega taktlaust innlegg í fordæmalausa erfiðleika eigenda ferðaþjónustufyrirtækja og þúsunda starfsfólks í greininni sem nú stendur uppi atvinnulaust.“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

- Auglýsing -

„Stjórnvöld ætla bara að bíða og sjá hvernig hlutirnir þróast og gera svo áætlun þegar óvissan hefur vonandi horfið af sjálfu sér. Ríkisstjórnin er eins og aparnir þrír sem vilja ekki sjá, heyra eða segja neitt illt. Bíður bara þar til allt er orðið betra.“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, í pistli í Morgunblaðinu.

„Þetta er algjörlega galið og maður veltir fyrir sér hvaða einkahagsmuna er verið að gæta með þessari nálgun. Þetta dæmi er eitt af þeim verri sem við höfum séð.“

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, um skipun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, á Páli Magnússyni í embætti ráðuneytisstjóra ráðuneytisins. Kærunefnd jafnréttismála komst að því að Lilja hefði brotið lög með ráðningunni þar sem Páll er flokksbróðir hennar.

„Veirutríóið er greinilega komið með ólæknandi sýniþörf. Nú er það farið að láta birta myndir af sér í baðsloppum. Spennandi að sjá upp á hverju þau taka næst, ef Covid hjarnar ekki við.“

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður, á Facebook.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -