Fimmtudagur 18. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Vissi af samkynhneigðinni tólf ára: Opnaði skápinn upp á gátt níræður – Aldrei verið hamingjusamari

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn bandaríski Kenneth Felts í Col­or­ado vissi að hann væri samkynhneigður ungur að aldri; tólf ára gamall; kom hins vegar ekki út úr skápnum fyrr en nú, en hann er níutíu og eins árs Kennneth fékk strangt uppeldi; alinn upp í í­halds­sömu og strangkristilegu umhverfi og fór í kirkju tvisvar í viku. Kornungur að árum giftist hann konu og gekk í sjó­herinn. Allt til að fela það að hann væri samkynhneigður.

Hann segir að „ég gekk í hjónaband á sjöunda áratugnum og eignaðist barn á þeim áttunda en hjóna­band mitt var laust við gleði og hamingju.

Kenneth „gerði mitt besta til að vera eins gagn­kyn­hneigður og ég gat; var var­kár og klæddi mig á í­halds­saman hátt; vildi ekki að neinum grunaði að ég væri sam­kyn­hneigður. Hefði ég komið út á þessum tíma hefði ég misst for­ræði yfir dóttur minni.“

Í dag er hinn níræði Kenneth ástfanginn upp fyrir haus og er í sambandi með karlmanni sem hann elskar útaf lífnu; er stoltur lífi sínu sem sam­kyn­hneigður. Eins og gefur að skilja upplifði Kenneth gífur­legan létti þegar hann opnaði skáp sinn og hann ráðleggur öllum sem þora ekki að viðurkenna samkynhneigð sína, eins og hann gerði áratugum saman. Saga Kenneth sýnir svart á hvítu að það er alddrei of seint fyrir ást, samkynhneigður eða ekki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -