Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Ýsuverð í hæstu hæðum á nýju ári: Soðningin kostar sama og lambasteikin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verð á ýsu hefur farið í hæstu hæðir eftir áramótin. Dæmi eru um að kílóverð hafi farið í rétt tæpar 4000 krónur eða sama verð og gott lambakjöt. Skýringin liggur í skorti á mörkuðum. Ekki hafa þó allar fiskbúðir hækkað í samræmi við það. Umræða hefur skapast um þetta á samfélagsmiðlum.

„Nú er ég hneyksluð fór í Fiskbúð Hólmgeirs áðan ætlaði að kaupa roðlaus og beinlaus ýsuflök en þar hafi kílóverðið verið 3.980 krónur,“ segir Helga inn  á Facebook grúppunni Vertu á verði þann 2. jan. Margir tóku í sama streng en aðrir nefndu einnig fiskbúðir sem væru ódýrari.

Mannlíf tók stöðuna hjá öðrum fisksölum. Fiskikóngurinn er til dæmis með tilboð á ýsuflökum í janúar 2800 krónur kílóið.

Strax í gær, 3.janúar, hafði kílóverðið á ýsuflökum lækkað hjá Fiskbúð Hólmgeirs í 3480 krónur.

Hjá Fiskbúð Reykjaness kostar kílóið 3390 krónur. Í venjulegu árferði kostar kílóið um 2790 krónur.  Talsmaður verslanirinnar segist lækka verðið um leið og ástandið verður eðlilegt.

Hjá Fiskbúðinni Vegamótum kostar kílóið  3990 krónur en hjá fiskbúðinni Hafinu kostar kílóið 2890 krónur.  Fiskbúðin á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði býður kílóið á 2598 krónur.

- Auglýsing -

Skýringuna á háu verði segja fisksalar vera að lítið framboð hafi verið á fiski undanfarið vegna þess að tíðin hefur verið slæm og sjaldan gefið á sjó.

Til samanburðar er hægt að fá kílóið af lambainnanlæri  hjá Krónunni á 3998 krónur

Nú þegar jól og áramót eru að baki, með tilheyrandi stórsteikum er vilja landsmenn gera  fagna nýju ári með því að hafa fisk á borðum. Vandinn er sá að soðningin kostar hátt í það sama og steikin um jólin. Það er huggun harmi gegn að fiskverðið um leita jafnvægis þegar líður á mánuðinn og veðrið batnar.

- Auglýsing -

Fiskur er góður próteingjafi og í honum eru ýmis önnur næringarefni. Feitur fiskur er einnig auðugur af D vítamíni og löngum ómega-3 fitusýrum en þessi næringarefni eru í fáum öðrum matvælum en sjávarfangi.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -