Sunnudagur 16. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Best að vinna meðan borgin sefur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ninna Þórarinsdóttir er listakona með fjölbreyttan feril að baki og fæst við allt mögulegt; hönnun, myndskreytingar, hönnun og fleira. Hún segir að það sé mikilvægt að hafa gaman af vinnunni og finna sinn stíl.

 

Hvernig listamaður ertu? „Ég er hálfgerð samblanda af listamanni og hönnuði. Stíllinn minn er vanalega mjög grafískur, litríkur og hress – kannski blanda af því að vera krúttlegur og skrítinn með svolítinn húmor.“

Hvernig verk gerir þú aðallega og fyrir hvað? „Ég hef mikið verið að teikna fyrir fyrirtækið ICD sem gerir minjagripi, t.d. póstkort, handklæði, viskastykki, lyklakippur og svo framvegis. Ég hef einnig tekið að mér teikningar og grafíska hönnun fyrir lógó, bækur, hreyfimyndir og kynningar. Þessa dagana er ég aðallega að vinna fyrir Borgarbókasafnið. Þau eru að vinna að heildarútliti fyrir öll sex bókasöfnin og ég sé um myndskreytingarnar, t.d. fyrir veggmyndir, póstkort, bæklinga, hreyfimyndir og nokkra nýja hluti sem munu vera í barnadeildinni.

Myndir / Hallur Karlsson

Undanfarið hef ég verið að  vinna verk í Procreate á iPad pro. Ég hef alltaf haft rosalegan áhuga á nýjum aðferðum og tækni þannig að ég ákvað að prófa þetta og er algerlega hugfangin af þessu. Hugmyndavinnan virkar þannig hjá mér að ég þarf svolítinn tíma til að melta verkefnið án þess að gera neitt með það. Svo byrja ég að skissa þar til ég er ánægð með hugmyndina, finn liti sem passa og get þá byrjað á myndinni.

Hvaðan færðu innblástur? „Í tónlist, á ferðalögum, í fínum bókum og með því að spjalla við skemmtilegt fólk.“

Hvenær sólarhringsins finnst þér best að vinna? „Snemma á morgnana, helst áður en borgin er vöknuð. Svo hljóð og tímalaus tilfinning í loftinu.“

- Auglýsing -
Myndir / Hallur Karlsson

Hefur þú alla tíð haft gaman af því að teikna og mála? „Já, en ég hætti því yfir langt tímabil þar sem ég hélt að ég kynni ekki að teikna eins og það „ætti” að teikna. Mér var svo algerlega ýtt út í það aftur og þá uppgötvaði ég að þetta snýst aðallega um að þora, hafa gaman og finna sinn eigin stíl sem manni líður vel með. Síðan þá hef ég ekki getað hætt.“

„…þetta snýst aðallega um að þora, hafa gaman og finna sinn eigin stíl sem manni líður vel með.“

Ákvaðst þú á einhverjum tímapunkti að verða listamaður eða gerðist það bara „óvart“? „Mig minnir að ég hafi alltaf viljað verða listamaður, það tók samt svolítinn tíma fyrir mig að „leyfa“ mér að vilja það og loksins láta á reyna.“

Myndir / Hallur Karlsson

Hvaða listamenn eru í uppáhaldi hjá þér? „Becky and Joe, Gary Baseman, Bubi Au Yeung, Friends With You, Bernardo P. Carvalho, Nick Cave (fatahönnuðurinn) og Rilla Alexander.“

- Auglýsing -

Hvað er fram undan á næstu misserum? „Hönnun á brúðu fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og teikningar fyrir Borgarbókasafnið. Áframhald með Léttur í lunda-leikinn, Bita og Bubba-leikföngin og að njóta lífsins.“

Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -