Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Einfaldleiki, hreinar línur og notagildi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elín Bríta Sigvaldadóttir er vöruhönnuður að mennt sem rekur vefverslunina Lauuf.com. Hún býr ásamt eiginmanni og tveimur sonum á Seltjarnarnesi í húsi sem þau hjónin festu kaup á fyrir ári síðan og hafa verið að taka smám saman í gegn. Eldhúsið hannaði Elín sjálf og setti upp sumarið 2018. Þau höfðu þröngan tímaramma, eða rétt tæpar fjórar vikur, til þess að rífa niður gamla eldhúsið og setja upp nýtt en óhætt er að segja að vel hafi tekist til.

 

Hvernig var eldhúsið áður? Var skipulaginu breytt mikið þegar farið var í framkvæmdir á eldhúsinu?

Áður en við fórum í framkvæmdir var þetta klassískt U-laga eldhús og veggur aðgreindi eldhús og borðstofu. Okkur þótti mikil synd að hafa þennan vegg, því bæði skyggði hann á útsýnið og lokaði kokkinn af í eldhúsinu. Við eyðum miklum tíma með börnunum í þessu rými og viljum geta átt í samræðum við þá sem sitja í borðstofunni á meðan daglegum eldhúsverkum er sinnt.

Eldhúsið hannaði Elín sjálf og setti upp sumarið 2018.

Hvaða hugmynd lagðir þú upp með?

Einfaldleika, hreinar línur og notagildi. Ég vildi hanna eldhús þar sem grunnurinn væri einfaldur og klassískur og auðvelt væri að breyta til með því að mála veggi eða skipta um höldur á innréttingum. Einnig vildi ég hafa sem minnst af tækjum og græjum sjáanlegar svo við fórum þá leið að setja örbylgjuofninn í neðri skáp í eyjunni og hafa önnur tæki innbyggð.

Eldavélin er frá Smeg.

Var útkoman í samræmi við upprunalega hugmynd?

- Auglýsing -

Upprunalega var planið að hafa helluborð í eldhúseyjunni, en sú hugmynd fékk fljótt að fjúka því okkur fannst alveg hrikalegt að hafa háf á þessum stað. Þetta þýddi líka að ég gat splæst í draumaeldavélina, ákvörðun sem ég sé svo sannarlega ekki eftir.

Á veggjum eldhússins eru Dark Paris frá Nordsjö og Restful Melun frá Nordsjö.

Hvað er það besta við þetta tiltekna eldhús?

Eldavélin er klárlega í uppáhaldi en það er ekkert skemmtilegra en að elda á gasi. Svo er snilld að geta haft góða yfirsýn yfir efri hæðina því rýmið er mjög opið eftir að veggurinn fór. Eldhúsið er aðalsamkomustaðurinn í húsinu og þar er spjallvænt, sem mér finnst mjög mikilvægt, enda eru eldhúspartí langsamlega skemmtilegust.

- Auglýsing -
Mynd / Hákon Davíð

Hvernig er efnisvalið og hvað réði því?

Við völdum borðplötu úr kvarssteini með náttúrusteinsútliti, en eins fallegur og alvörusteinn er, þá er hann ekki sá praktískasti fyrir fólk með lítil börn og þá sem elda mikið. Við ákváðum að hafa bæði eyjuna og vegghillurnar úr eik til þess að ná inn meiri hlýju.

Mynd / Hákon Davíð

Innréttingar: IKEA.
Eldavél: Smeg, fæst í Eirvík
Innbyggður ísskápur, ofn og uppþvottavél: AEG frá Ormsson
Vaskur: Franke frá Ísleifi Jónssyni
Ljós yfir eyju: Light Poing Copenhagen frá Pfaff
Ljós yfir borðstofuborði: Gregg frá Foscarini, fæst í Lumex.
Grænn litur á eldhúsvegg: Dark Paris frá Nordsjö, fæst í Sérefni.
Litur á borðstofuvegg: Restful Melun frá Nordsjö, fæst í Sérefni.

Mynd / Hákon Davíð

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -