Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.1 C
Reykjavik

Flott sumarhús við Laugarvatn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á grónum stað við Laugarvatn stendur einstaklega fallegt, lítið og krúttlegt hvítt timburhús. Þau Sunna Rán Wonder og Birgir Magnús Björnsson eignuðust þetta sumarhús fyrir tæpu ári síðan og þarna er griðastaður fjölskyldunnar.

Húsið var byggt árið 1986, Sunna og Birgir fóru út í miklar framkvæmdir á húsinu sem er um 60 fermetrar að stærð og gerðu nánast allt sjálf, með aðstoð fjölskyldu og vina. Húsið er fallegt og bjart og lýsingin í því gerir mikið fyrir upplifunina í rýminu. Ljósgrár, hlýlegur litur er á veggjum sem passar sérlega vel við húsgögnin sem eru flest hvít og allt puntið þar inni. Sunna segist vera dugleg við að endurnýta hluti og húsgögn og fær mjög oft góð ráð frá móður sinni hvað það varðar. Staðsetningin við Laugarvatn er frábær og það er  stutt fyrir þau að fara eftir vinnu og njóta kyrrðarinnar en Sunna og Birgir segjast fara nánast allar helgar í bústaðinn sinn.

„Stíllinn á húsinu er að mörgu leyti frábrugðinn þessum týpísku íslensku sumarhúsum.“

„Húsið hefur lengi verið draumaeign fjölskyldunnar og kom óvænt upp í hendurnar á okkur fyrir rúmu ári. Við vorum ekki lengi að grípa gæsina og eignuðumst húsið nokkrum dögum seinna,“ segir Sunna.
„Þegar upp var staðið keyptum við í rauninni bara lóðina og skelina á húsinu því við tókum allt í gegn en það var vel þess virði.“
„Stíllinn á húsinu er að mörgu leyti frábrugðinn þessum týpísku íslensku sumarhúsum,“ segir Sunna. „Hann er mjög ljós sem stækkar rýmið töluvert, svo myndi ég segja að stíllinn væri frekar minimalískur og kósí. Smávegis bóhemstíll í bland við nýstárlegan.“
Að sögn Sunnu var staðsetning hússins fyrst og fremst það sem heillaði hana og Birgi. „Húsið er á næstu lóð við hús sem foreldrar mínir eiga og við sáum fram á að geta átt góðar stundir saman með vinum og fjölskyldu ….“

Myndir / Aldís Pálsdóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -