Hús og híbýli heimsótti vinnustofur margra hæfileikaríkra listamanna á árinu sem er að líða. Það er gaman að rifja upp nokkrar af þessum heimssóknum en þetta er aðeins lítið brot.
Sigurður Atli Sigurðsson er myndlistarmaður vinnur mikið í grafík, sérstaklega með silkiþrykk, en þá oft í bland við málverk, teikningar eða ljósmyndun. „Ég held að það að fá innblástur sé mjög langt ferli, að minnsta kosti hjá mér. Þetta hefst kannski með einhverju sem ég les í skáldsögu eða blaðagrein, eða úr samtali, eða mögulega bara með tilfinningu við það að hlusta á tónlist, skoða myndlist eða í göngutúr.“ Mynd / Unnur MagnaJúlíanna Ósk Hafberg er ung og efnileg listakona sem er er búsett í Árósum í Danmörku og hefur komið sér upp fallegu stúdíói þar í bæ. „Mitt undirliggjandi þema í gegnum allt sem ég geri eru tilfinningar og berskjöldun (e. vulnerability). Viðfangsefni mín eru oft þyngri; eins og pælingar um lífið og dauðann, tilgang og allskonar hluti sem eru álitnir „taboo“ eins og andleg heilsa, nekt o.þ.h.“ Mynd / Hrefna Björg GylfadóttirVið kíktum á vinnustofu Úlfs Karlssonar listamanns sem leigir rými á Hólmaslóð þar sem hann ver löngum stundum með penslana á lofti. Verkin hans Úlfs vísa oft í kvikmyndir og það sem er að gerast í heiminum og sjá má margar heimsþekktar persónur í verkum hans; boxara, stjórnmálamenn, leikara o.fl. Mynd / Aldís Pálsdóttir,Húðflúrarinn og teiknarinn Auður Ýr Elísabetardóttir notast mikið við blóm, pastelliti og einfaldar línur í verkum sínum, en hún lærði myndskreytingu í Academy of Art University. Mynd / Hákon DavíðLista- og tónlistarmaðurinn Örn Tönsberg hefur lengi verið leiðandi í veggjalist á Íslandi og líta má mörg verka hans í miðborg Reykjavíkur. Örn byrjaði snemma að fikra sig áfram í listinni en hann hefur aðallega verið að vinna með veggmyndir og prentverk fyrir fólk og fyrirtæki og inn á milli hefðbundin málverk. Mynd / Hallur Karlsson„Endurnýting skiptir mig máli og vinn upp hluti oftast við gerð verkanna. Þegar ég geri málverk þá mála ég oft yfir önnur málverk/prent á striga sem ég finn hér og þar eða nýti mér það sem er í kringum mig,“ sagði listakonan Harpa Rún í sumar. Mynd / Hákon DavíðAnna Inga Arnórsdóttir er ung listakona sem brennur fyrir baráttumálum nútímasamfélags. „Það er ekkert eitt sem einkennir mig sérstaklega sem listamann, ég vinn út frá því hvernig mér líður á hverri stundu og hvað mér finnst fallegt.“ Mynd / Hákon Davíð