Fimmtudagur 10. október, 2024
1.6 C
Reykjavik

Litagleðin ræður ríkjum heima hjá Önnu Gyðu: „Ég er alltaf að sanka að mér fallegum hlutum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Sjafnargötu í miðbæ Reykjavíkur býr Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur, á litríku heimili.

Anna Gyða segist alltaf hafa haft mikinn áhuga listum en sér í lagi ljósmyndun sem hefur verið hennar helsta áhugamál ásamt hjúkruninni. Áhuga Önnu Gyðu á listum má vel merkja á heimili hennar en fjöldamörg listaverk prýða heimilið.

Það er óhætt að segja að Anna Gyða sér óhrædd við liti.

Mörg verkanna eru eftir Stórval sem var frændi Önnu og heimagangur hjá ömmu hennar og afa. Hann kom einnig oft í heimsókn til Önnu Gyðu þegar hún bjó í Þingholtsstræti snemma á áttunda áratugnum áður en hún festi kaup á íbúðinni við Sjafnargötu.

Á heimilinu er einnig að finna áhugaverð húsgögn og eru sum hver eftir heimsþekkta hönnuði.

Stofuborðin eru kollar sem gerðir eru af fjölskyldufyrirtækinu Krukka, sem er í eigu Daníels Hjartar og Lindu Mjallar.

„Ég er alltaf að sanka að mér fallegum hlutum, litríkum en ekki dýrum. Mér finnst mjög mikilvægt að hafa bækur í kringum mig en ég er mikill lestrarhestur. Núna kaupi ég einungis fallegar og eigulegar bækur,“ svarar Anna Gyða aðspurð um hverjar áherslur hennar séu í dag.

Lestu viðtalið við Gyðu í heild sinni og sjá fleiri myndir af litríku heimili hennar í nýjasta Hús og híbýli.

- Auglýsing -

Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -