Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Margrét Stefánsdóttir lét draum rætast

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leið blaða­manns og ljósmyndara lá á Álftanes einn fallegan föstudag og þar sem við vorum að bera ljósmyndagræjurnar úr bílskottinu stálu nokkur hross sem virtust vera í bakgarði hússins athygli okkar og einnig dásamlegt útsýni sem náði eins langt og augað eygði. Þetta lofaði góðu; nýmóðins hús í sveitaumhverfi. Við hringdum bjöllunni og Margrét Stefánsdóttir mætti léttfætt til dyra og bauð okkur í bæinn.

Þegar einar dyr lokast opnast aðrar
Margrét bauð okkur kaffi en hún er kunnuglegt andlit úr mörgum áttum, hún var til að -mynda fréttakona á Stöð 2 um árið, svo var hún upplýsingafulltrúi hjá Símanum og nú síðast markaðsstjóri hjá Bláa lóninu til loka árs 2016. Margrét segir okkur að nú sé nýtt tímabil runnið upp, síðustu misserin hafi hún verið að end-ur-meta hvað hún vilji gera.

MyName My-Story verk.

,,Mér finnst hafa verið kærkomið að taka tíma í að sinna fjölskyldunni og áhugamálum og bara aðeins að anda og -hugsa mig um,“ segir Margrét. Svo virðist það alltaf vera þannig að þegar einar dyr lokast gal-opnast aðrar og Margrét er farin inn um þær því hún hefur nú stofnað fyrirtæki. MyName My-Story heitir það og gengur út á að gleðja fólk hvar sem er í heiminum með persónulegum verkum en undirstaða þeirra verka er nafn og mikilvægt skjal; fæðingarvottorð, -sónarmynd, giftingar-vottorð, samningur eða annað. Hugmyndin hjá -Marg-réti er að með þessum persónulegu verkum sem hún hannar sé þessum merkilegu pappírum, sem oft eru geymdir í lokuðum skúffum eða í kössum í geymslunni, haldið í heiðri. Hugmyndin er falleg og Margrét sækir sýnishorn; verk sem hún er búin að vera að vinna, það er sónarmynd með bókstöfum barnsins sem raðað grafískt á myndina með fínlegu letri. Hún sýnir okkur líka fæðingarvott-orð tveggja dætra sinna sem eru komin á glæra ramma í herbergjum þeirra.

Stríðinn bróðir upphafið
Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvernig það kom til að Margrét fór út í þetta? ,,Sem krakki skrifaði ég oft nafnið mitt svona; með því að skrifa hvern staf ofan á næsta. Svo á ég bróður sem fannst ekkert leiðinlegt að stríða mér og ef ég var skotin í einhverjum strák skrifaði ég nafnið hans sakleysislega með þessum hætti því þá gat enginn lesið það. Mörgum árum seinna fór ég svo á nokkur myndlistarnámskeið og var þá að leika mér bæði með olíu- og akrýlliti og þessa hugmynd og það er eiginlega upphafið að þessu. Þá vann ég með mismunandi liti fyrir hvern bókstaf og útkoman var skemmtileg. Ég málaði á striga eða pappír og hver litur þurfti alltaf að þorna á milli en svo kom þessi hugmynd að nota hvítan, hreinan bakgrunn, svart letur og hafa verkin meira grafísk. Mig langaði líka að hafa þessa dýrmætu pappíra eins og fæðingarvottorð dætranna uppi við og fannst of hefðbundið að setja þau bara beint í ramma.“

- Auglýsing -

Fluttu inn í draumahúsið í hruninu
Og þá að húsinu og þessu notalega heimili. Margrét segir að þau hjónin hafi keypt húsið árið 2008 og flutt inn þetta eftirminnilega haust þegar þjóðin varð fyrir efnahagshruni. ,,Við bjuggum áður í Kópavogi og okkur langaði í eign á einni hæð með útsýni, það var draum-urinn. Við vorum heillengi að skoða í kringum okkur og vorum ekki endilega á leiðinni á Álftanes en við eigum vini sem búa hérna og þau hvöttu okkur eindregið að flytja hingað sem varð úr og við sjáum ekki eftir því,“ svarar hún sæl í ,,sveitinni“ sinni. Hún segist samt ekki endilega vilja búa þarna þegar dæturnar verða farnar að heiman, hvenær svo sem það verður: ,,Þá flytjum við örugglega bara í miðbæinn,“ segir hún brosandi.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -