Þriðjudagur 7. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Logi Pedro kveður loksins Covid-drauginn: „Tenging inn í eitthvað séríslenskt og sterkt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson hefur verið í sviðsljósinu síðan hann var barn og er ekki á leiðinni úr því en hann stefnir á að gefa út sína þriðju sólóplötu í vor. Í gær gaf Logi út lagið Englar Alheimsins en söngvarinn og rapparinn Huginn er með Loga í laginu. Mannlíf ræddi við Loga um lagið, framtíðina og ýmislegt annað.

„Englar Alheimsins er náttúrulega bíómynd sem talar sterkt til þjóðarinnar og bara það að nefna Englar Alheimsins er einhver tenging inn í eitthvað séríslenskt og sterkt. Það eru allir með sína upplifun og maður fær gæsahúð að hugsa um þessa mynd og þessa sögu,“ sagði Logi um nýja lagið og að nafn lagsins kæmi úr setningu sem Huginn syngur í því.

„Við erum englar alheimsins, leitum að æskusakleysi
Það er rifa á sálinni en þú, þú ert plásturinn“

„Ég er búinn að þekkja Huginn lengi og hef alltaf verið ógeðslega hrifinn af lögunum hans,“ sagði Logi um hvernig samstarfs hans Hugins kom til en Huginn hefur verið þekkt nafn í íslensku tónlistarlífi í nokkur ár. „Við gáfum báðir út plötur sem voru mjög vinsælar árið 2018 og ég er bara svo mikill fokking hálfviti að ég hlustaði ekkert mikið á plötuna hans Hugins það ár. Af því að ég var nýbúinn að gefa út plötu sjálfur og var með svona laser tunnel vision fókus og var lítið að reyna hlusta á annað. En svo gaf ég mér tíma um daginn og hlustaði á plötuna hans og hún er svo ógeðslega góð og mér fannst hún í svona sama mengi og mín plata. Mér fannst að fólk ætti það skilið að við myndum gera lag saman. Ég heyrði fyrst í Huginn þegar Lil’ Binni í ClubDub sagði við mig Hey, Huginn vinur minn er að gera músik og hún er fokking feit“ og það var rétt.“

Líklegt er þó að aðdáendur fyrri sólóplatna Logi muni verða hissa þegar þeir hlusta á nýja lagið en það er ólíklegt því efni sem var á fyrri plötunum.

- Auglýsing -

„Það er kannski öðruvísi en efnið á hinum tveimur plötum sem ég gefið út en á sama tíma þá hef ég verið að gera allskonar músík. Allt frá því að hafa verið í Retro [Stefson] yfir að hafa verið að gera rapptónlist yfir að gera mjög straight up house og danstónlist undir Pedro Pilatus. Á sínum tíma var ég að fá spilanir á BBC í þættinum hjá Skrem & Benga sem eru dubstep legend og þetta lag er náttúrulega bara í sama hraða og það dæmi. Það var gaman að túna aðeins inn á það dót. Skoða aðeins vopnabúrið sem maður er með og sprengja þetta lið.“

„Árið 2024 hjá mér verður vonandi skemmtilegt,“ sagði Logi um vonir og drauma 2024. „Ég er að gera fullt af dóti. Fyrstu vörurnar sem hannaði fyrir fyrirtæki eru að fara í fjöldaframleiðslu og verða sýndar á tískusýningunni í París. Það var merkið Ranra, ég teiknaði skó fyrir þá. Ógeðslega skemmtilegt. Svo er ég að gefa út fullt af músík og platan kemur út fyrir sumarið. Mér líður að maður sé loksins að rísa úr þessum helvítis Covid-draugi. Það er eitthvað að gerast, það er eitthvað að krauma niðri undir í samfélaginu og mér líður eins og ég fokking eigi heiminn og geti gert hvað sem er, á jákvæðan hátt.“

En á hvaða íslensku tónlist er Logi að hlusta á sjálfur?

- Auglýsing -

„Það lag sem ég er búinn að vera hlusta á undanfarið sem virkilega kveikti í mér er We Outside með Xiupill og það er lag sem ég hlusta á og ég var bara „Fokk. Þetta er fokking sturlað. Þetta er alveg eitthvað geggjað nýtt,“ svo er ég er náttúrulega ógeðslega hrifinn af russian.girls eða Ex.girls eins og það heitir núna. Gufunes með tatjönu, Young Nazareth og Joey Christ. Það var svo geggjað lag sem kom út í fyrra. Þetta er það helsta sem ég er að hlusta á. Staðreyndin er bara sú að ég hlusta bara mjög mikið á vini mína. Flóna, Birni, GDRN, það góða fólk“  

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -