Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.4 C
Reykjavik

Peaky Blinders stjarna látin – Greindist með heilaæxli fyrir átta vikum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljóðskáldið og leikarinn Benjamin Zephaniah er látinn, 65 ára að aldri eftir aðeins átta vikna baráttu við heilaæxli.

Blessuð sé minning þessa mikla snillings.

Sorgarfregnirnar bárust í tilkynningu sem fjölskylda hans skrifaði á Instagram-reikningi Benjamins. Þar stóð: „Það er með mikilli sorg og eftirsjá að við tilkynnum andlát elskulegt eiginmanns, sonar og bróður, snemma í morgun.“

„Benjamin greindist með heilaæxli fyrir átta vikum síðan. Eiginkona Benjamins var við hlið hans í gegnum veikindin og var með honum er hann dó. Við deildum honum með heiminum og við vitum að mörgum bregður og verða sorgmæddir við að heyra fréttirnar. Benjamin var sannur brautryðjandi og frumkvöðull, hann gaf heiminum svo margt.“

„Benjamín skilur eftir sig gleðilega og frábæra arfleið, í gegnum ótrúlegan feril sinn sem ljóðskáld, rithöfundur, tónlistarmaður og leik í sjónvarpi og útvarpi. Þakka ykkur fyrir þá ást sem þið sýnduð Benjamin Zephaniah prófessor. “

Benjamin Obadiah Iqbal Zephaniah fæddist á Handsworth-svæðinu í Birmingham en faðir hans var póstburðarmaður frá Barbados og móður hans var jamaískur hjúkrunarfræðingur. Þegar hann var barn, fékk hann gamla ritvél í gjöf, sem varð til þess að hann ákvað að verða rithöfundur. Ljóð hans voru undir áhrifum frá jamaískri tónlist og ljóðum og það sem hann kallaði „götustjórnmál“.

Benjamin gaf út ógrynni af ljóðum í gegnum árin, auk fimm skáldsagna og sjö leikrita. Fyrsta ljóðabók hans heitir Pen Rythm og kom út 1980. Þá gaf hann einnig út ljóðabækurnar The Dread Affair: Collected Poems, Rasta Time in Palestine, Too Black, Too Strong and We Are Britain!, svo einhverjar séu nefndar.

- Auglýsing -

Árið 2008 var Benjamín valinn í hóp 50 bestu eftir stríðs rithöfunda af tímaritinu The Times. Ekki var hann einungis áhrifamikill rithöfundur heldur lék hann einnig í sex þáttaröðum hinna geysivinsælu Peaky Blinders þátta á BCC.

Þá gaf þessi fjölhæfi listamaður út tónlistarplötuna Rasta árið 1982 en þar spilaði hljómsveit Bob Marley, The Wailers, undir en það var í fyrsta skipti sem hljómsveitin fór í upptökur eftir dauða Marley. Fyrir störf sín og aktivisma hlaut Benjamin fjöldi verðlauna í gegnum tíðina, þar á meðal fjöldi heiðurdoktorsgráða.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -