Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Rifjar upp kynni sín af Jóni í ZO-ON: „Nokkrum mínútum síðar var Jón kominn með flöskuna í hendur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir rifjar upp kynni sín af gömlum vini sem átti stórafmæli í gær.

Vélstjórinn í Paradís, Anna Kristjánsdóttir, fer í minningarbankann í nýjust dagbókarfærslu sinni á Facebook. Þar rifjar hún upp kynni sín af Jóni Erlendssyni, eiganda ZO-ON en hann átti sjötugsafmæli í gær. Kynntust þau í Vélaskólanum þegar Anna var tvítug en Jón tæpum tveimur árum yngri. Seinna komst Anna að því að þau væru fjórmenningar. „Og því auðvelt að skilja tenginguna og fíflaganginn á milli okkar,“ skrifaði Anna og bætti við að þau hefðu verið skólafélagar í fjögur á og unnið saman á dönsku tankskipi í eitt sumar.

Anna sagðist kunna margar skemmtilegar sögur af Jóni en að fæstar þeirra séu birtingarhæfar. En svo mundi hún eina saklausa. Við skulum gefa Önnu orðið:

„Þar sem Jón var einungis 19 ára gamall fyrsta veturinn í Vélskólanum en ég tvítug, þurfti ég eitt sinn að kaupa fyrir hann vodkaflösku í Ríkinu. Svo skrópuðu þeir nokkrir í næsta tíma, óku um bæinn og fífluðust með flöskuna og svo fór að þeir voru stöðvaðir af lögreglu og aldur þeirra kannaður. Enginn þeirra reyndist vera með aldur til drykkju göróttra drykkja, en Jón bar því við að ég ætti flöskuna, en hefði geymt hana í bílnum, enda bannað að hafa áfengi um hönd innan skólaveggja Vélskólans.
Þegar skólanum lauk þennan dag, neyddist ég því til að rölta niður á Lögreglustöð og biðja um flöskuna sem bekkjarfélagar mínir höfðu verið teknir með og fékk rækilega áminningu þess efnis að láta ekki unglinga undir áfengiskaupaaldri komast yfir þennan stórhættulega drykk um leið og ég fékk flöskuna afhenta. Nokkrum mínútum síðar var Jón kominn með flöskuna í hendur og hann gerði henni góð skil.
Til hamingju enn og aftur með merkisafmælið Jón Erlendsson.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -