Fimmtudagur 11. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Sænska Jónsmessuhátíðin á Árbæjarsafni sló í gegn: Gestir stigu hringdans undir fallegum fiðlutónum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fólk gerði sér glaðan dag á Árbæjarsafninu í dag en þar var boðið upp á Jónsmessuhátíð að hætti Svía.

Midsommar stöngin fallega.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Þær Anneli Schöldström og Rebecka Karlsson skipulögðu sænskan Jónsmessufagnað í samstarfi við Árbæjarsafn, Þjóðdansafélags Reykjavíkur, Cornelis Vreeswijk-félagið og Sænska félagið á Íslandi en mætingin var að sögn Anneli framar vonum, enda veðrið ekkert frábært.

Hringdans var stiginn.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Í boði voru þjóðdansar, bæði íslenskir og sænskir, þjóðtónlist, fimm-þrautaleikur og í safnhúsinu Lækjargata stóð yfir sýningin Midsommar för Dummies.

Mannlíf var á staðnum getur vottað um að gleðin hafi skinið úr andlitum gestanna sem flestir tóku þátt í hringdönsum undir hressandi þjóðtónlist.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -