Laugardagur 18. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Jón Guðni iðrast

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Staða Íslandsbanka eftir svindlið við útboð á bréfum bankans er slæm. Hlutabréf í bankanum eru í sögulegu lágmarki og fátt framundan. Viðbrögð Birnu Einarsdóttur, þáverandi bankastjóra, við sekt Fjármálaeftrlitsins þótt einkennast af hroka en ekki þeirri nauðsynlegu auðmýkt sem staðan krafðist. Fram að úrskurði Fjármálaeftirlitsins var Birna nánast óumdeild. Skaðinn af framferði hennar og annarra stjórnenda bankans er sá að bankinn hefur fallið gríðarlega í verði og framtíðin er óljós eftir að stjórnendur Kviku hættu viðræðum um samruna. Nú er þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hverjir skipi stjórn bankans eftir hluthafafundinn í næstu viku. Meðal þeirra sem gefa kost á sér áfram er Finnur Árnason stjórnarformaður sem nýtur virðingar í viðskiptalífinu en þarf hugsanlega að gjalda fyrir brallið.

Jón Guðni Ómarsson, arftaki Birnu á bankastjórastóli, er með aðra nálgun á málið. Í viðtali við Heimildina kemur fram að hann gerir sér grein fyrir mistökum sínum og annarra stjórnenda bankans. Hann baðst afdrátralaust afsökunar fyrir sína hönd og bankans. „Eftir á að hyggja hefði verið klárlega betra að fara strax í sjálfsskoðun, átta sig á hvað gerðist, sýna auðmýkt í staðinn fyrir varnarviðbrögð,“ segir Jón Guðni í viðtali við Heimildina

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -