- Auglýsing -
Sundhöll Seyðisfjarðar, sem margir telja þá fallegustu á landinu, verður lokuð tímabundið í sumar en þeir sumarstarfsmenn sem áttu að vinna þar í sumar hafa ekki ennþá lokið þeim námskeiðum sem þeir þurfa til að mega starfa sem laugarverðir.
Dagný Erla Ómarsdóttir, verkefnastjóri íþrótta og tómstunda í Múlaþingi, harmar ástandið. „Beðið er eftir að það finnist aðili til að kenna námskeiðið, sem er því miður óvíst ennþá. Vonast er til að hægt verði að hafa opið í sundlauginni það sem eftir lifir sumars,“ segir í Facebook-færslu Sundhallarinnar um málið.