Erfiðasta lífrsreynsla Anítu Briem leikkonu í Hollywood: ,,Æi, það voru djöfuls kallarnir“

top augl

Árið 2019 kom Aníta Briem, leikkona, heim frá Los Angeles til að vinna að kvikmyndaverkefni hér á landi en heimsóknin varð til þess að hún ákvað að söðla um og flytja alfarið heim. Aníta er gestur Mannlífsins.

Hún hóf feril sinn ung og flutti til London þegar hún var aðeins sextán ára gömul með það í huga að komast í áheyrnarprufur svo hún kæmist í leiklistarskóla. Hún hélt að hún myndi eyða ævinni í Bretlandi en þegar hún var 22 ára bauðst henni hlutverk í Bandaríkjunum sem markaði upphafið af Hollywood ferli hennar.

Aníta upplifði að vera ung leikkona í Hollywood fyrir #metoo byltinguna og segir um þá lífsreynalu. „Æi, það voru djöfuls kallarnir. Ég kem inn í þennan heim fyrir #metoo og það var rosalega mikið af svona bara eitraðri karlmennsku og svona strákaklúbbum innan bransans með stórum persónuleikum sem eru keyrðir áfram af valdahungri og græðgi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni