Aríel undirbjó sig fyrir inntökupróf í danska sjóherinn með því að lesa Andrés Önd á dönsku

top augl

Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, flutti til Danmerkur þegar kona hans vildi fara þangað til náms. Þar ákvað hann að skrá sig í danska sjóherinn. Á þeim tíma var hann til sjós á frystitogaranum Vigra RE. Til að undirbúa sig undir inntökuprófið gerði hann eins og margir Íslendingar gerðu forðum og las Andrés Önd á dönsku á frívöktunum.

Prófið gekk vel, hann gerðist sjóliðsforingi og gekk um tíma brúarvaktir.

Hann lýsir því að valdaskiptingin um borð í dönsku skipunum sé ansi frábrugðin því sem gengur og gerist á íslenskum fiskiskipum. Skipstjóri um borð í dönsku herskipi geti ekki beðið háseta um að færa sér kaffi sýnist honum svo. Hinsvegar séu þrír messar um borð og menn hafi þar aðgang eftir tign en það er ekki tilkomið vegna krafa þeirra hæst settu, ölluheldur sé þetta tilkomið vegna þess að hinir lægst settu vilja hafa frelsi til að blanda sérstaklega geði við þá sem þeir deila vöktum með og kjósi þeir að ræða það hversu illa gerðir nýju liðsforingjarnir séu hafi þeir fullt frelsi til þess.

Spurður út í hvort hann hafi lent í hasar í danska flotanum segir hann að vissulega sé starfið fjölbreytt. Hann fór í útköll og björgunarstörf en segir ennfremur að þeir hafi þurft að fara í útköll til að stugga við rússneskum skipum sem voru við óþekkta iðju yfir samskiptaköplum sem lágu í gegnum færeyska lögsögu.

„Sumt af því er eitthvað sem ég er bundinn þagnarskyldu, annað er líka bara getgátur um hvað þeir gætu verið að gera. Þeir eru með fjarstýrðan búnað, kafbáta, sem þeir geta sent niður til þess að bæði koma fyrir gagnasöfnunarbúnaði og svo eins og kenningar eru um í Eystrasalti; einhverjum sprengibúnaði.“

Þennan seinni hluta viðtalsins má sjá í heild sinni hér á hlaðvarpsveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni