Birgir Hólm um verkalýðsbaráttuna og smyglið á Goðafossi: „Fyrirgefið, við erum nýfluttir“

top augl

Birgir Hólm Björgvinsson stóð um áratugaskeið í framlínunni í baráttu sjómanna fyrir auknum réttindum. Hann starfaði um árabil við hlið Jónasar Garðarssonar, fyrrverandi formanns Sjómannafélags Íslands, og varði hann eftir að hann strandaði Hörpunni og tvennt lét lífið. Löngu seinna hraftist hann frá Sjómannafélaginu en Jónas hélt áfram.

Birgir talar um baráttuna og þegar honum var á endanum ýtt út úr félaginu sem hann þjónaði. Hörkuátök á Akureyri enduðu með því að Birgir og félagar hans var læstur inni í fangaklefa.

Hann rifjar upp smyglið á millilandaskipunum sem var nauðsynlegur þáttur í framfærslu þeirra. Á Goðafossi var „hola“ þar sem fela mátti góssið fyrir tollurunum.

„Ég get sagt þér fyndnasta dæmið sem ég lenti í. Það var eftir að ég kom í land en þá fór ég allaf tvo túra á ári. Ég fór einu sinni með Goðafossi og þar var helvíti góð hola.“ Góður geymslustaður. „Dettifoss og Goðafoss sigldu sama rúntinn. Svo létu þeir okkur vita á Dettifossi að það væri búið að finna þessa holu og þá vorum við á leiðinni heim. Þá datt einum snillingnum um borð í hug að skrifa á stórt spjald og setja það í holuna. Svo komu tollararnir um borð. Ég var þá um borð og þóttist vera að leita um allt; ég vissi alveg hvar þeir ættu að leita. Svo fundu þeir holuna og litu á spjaldið og þar stóð „fyrirgefið, við erum nýfluttir“. Þeir urðu alveg æfir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni