Bjartmar hjólahvíslari kveður: „Þetta fólk vaknar peningalaust og „craving“ í næsta skammt“

top augl

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið er enginn annar en reiðhjólahvíslarinn Bjartmar Leósson. Bjartmar sem nýlega hætti störfum sem leikskólastarfsmaður eftir 17 ára starf, er einna helst þekktur í samfélagi fíkla og utangarðsmanna fyrir brennheita réttlætiskennd og endurheimt stolina hjóla sem mikið er af í miðbæ Reykjavíkur, sérstaklega. Hér er brot úr viðtalinu.

Bjartmar Leósson

„Það kom tímabil þar sem ég ákvað að bara ekki vera á bíl, hjólaði alltaf í vinnuna hálftíma leið og sennilega í besta formi lífs míns þá. En bíladellan er sterk en ég hef það mottó að ég þurfi ekki að nota bíl til að komast í vinnu, ég verð að búa nálægt vinnunni í göngu eða hjólafæri. Stundum er bílarnir bara ónotaðir fyrir utan í nokkra daga. Ég myndi aldrei getað það verið fastur í traffík á leið í vinnuna á hverjum einasta degi.“

Sá þrjú rándýr hjól með hræódýra tiger lása

Bjartmar hefur haft brennandi áhuga á öllu sem er á hjólum síðan hann var smá pjakkur. Reiðhjól, bílar og mótorhjól eiga hug hans allan. Það var svo fyrir nokkrum árum að hann rakst á glæný og dýr reiðhjól fyrir utan spilatækjasalinn Háspennu, en Háspenna er þekkt fyrir vissan hóp fastakúnna. Hann sá hjól í andyrinu sem voru læst með 1.000 króna Tiger lás og áttaði sig strax á því að hjólin væru að öllum líkindum stolið. Bjartmar gat ekki undir nokkrum kringumstæðum látið eins og þessi vitneskja hans væri ekki til staðar án þess að gera eitthvað í því. Hann fann sig knúinn til að leiðrétta það sem hann sá og koma hjólunum í réttar hendur sem og honum tókst með hjálp lögreglunnar, eftir smá stapp við þjófana sem auðvitað viðurkenndu ekki neitt. 

„Hér voru bara þessi þrjú hjól og það var bara eitthvað off við þetta,“ sagði Bjartmar í viðtalinu. „Ég ákvað bara að fá lögguna og lendi í stappi við þá í hurðinni og stóð bara í hurðinni bara „Nei, nei, these are stolen bikes“ og þeir bara „No, no not stolen.“ Loksins kom löggan og maður sem kannaðist við hjólið sitt og kíkti á stellnúmerið og það passaði og daginn eftir var annar eigandi hjóls búinn að sjá að hann átti eitt og nokkrum dögum seinna var þriðja hjólið komið í réttar hendur.“

Umgengst utangarðsfólk með virðingu

Eftir þetta atvik fór hann að líta í kringum sig og fór að taka eftir ástandinu eins og það var, sem sagt stolin hjól út um allt í höndum utangarðsmanna og enginn var að gera neitt í því, engin virtist sjá hvað var í gangi, ekki einu sinni lögreglan sem að hans sögn bara keyrðu fram hjá kannski nokkrum rándýrum reiðhjólum læstum fyrir utan gistiskýlið, kannsi hjól fyrir mörg hundruð þúsund. Þetta blöskraði Bjartmar og ákvað að gera eitthvað í því í sinni sannfæringu. Hann tekur það samt fram að ástæða þess að lögreglan er ekki að taka þennan slag er náttúrulega bara mannekla og í því samhengi talaði Gunnar um að í Kaupmannahöfn þar sem hann bjó hér áður fyrr væri lögreglan nánast á hverju götuhorni á meðan maður snéri sér úr hálslið ef maður sæi lögreglubíl.

Það kom til tals í viðtalinu að Gunnari fyndist að lögreglan í Reykjavík ætti að ráða Bjartmar í vinnu sem tengilið við utangarðsfólk og hjólaþjófa því samkennd hans og tengsl við þennan hóp hefur skilað gríðarlegum árangri og vakið marga einmitt til samkenndar og hreinna siðferðis í þessum efnum. Hann talar um að í sumum tilfellum séu menn farnir að afhenta honum hjólin algjörlega óumbeðnir um leið og þeir sjá að Bjartmar sé mættur á svæðið því hann hefur skipað sér svo fastan sess í þessari senu sem heiðarlegur, ákveðin en kærleiksríkur. Það að einhver eins og Bjartmar sé tilbúinn að sjá þessa einstaklinga sem sjúklinga í stað ræfla og skapa tengsl við þá gefur þeim svo mikla von og framkallar svo mikla virðingu í samskiptum segir Bjartmar.

Tvennskonar hjólastuldur

Talið barst að því hvort hjólin væru einungis tekin svo hægt sé að komast leiðar sinnar eða hvort að þau einfaldlega væru seld fyrir smápening eins og almennt er verslað með þýfi annarskonar. Hann segir að bæði ferlin séu í gangi, að það séu staðir hér í Reykjavík þar sem tekið er á móti dýrum hjólum og þau eflaust tekin í sundur og þar eftir send erlendis í stútfullum gámum. Einfaldlega skipulögð glæpastarfsemi sem veltir eflaust tugum ef ekki hundruðum milljóna og lítil afskipti eru höfð af.

„Eitt er reiðhjólastuldur eins og einhver unglingur upp í Breiðholti sem vill bara komast niður í bæ, maður heyrir svolítið um það, nappa einhverju hjóli og rúlla í bæinn en svo er það að fárveikt fólk sem er búið með féló bæturnar fyrsta hvers mánaðar og það þarf að redda fokdýrum efnum og þau eru bara á ferð um bæinn, skannandi allt, leitandi að einhverju til að grípa. Bara eins og Laugavegurinn, rétt skrapp inn í smá stund og bara boom, hjólið er farið. Við vöknum á morgnana og förum í vinnuna og gerum allt sem við erum að gera og fókusum á það, þetta fólk vaknar peningalaust og craving í næsta skammt, á ekki pening en þarna er hjól, radarinn er bara í gangi. Fyrir jólin 2018 fannst hérna gámur með 160 hjólum á leiðinni út. Einn sagði við mig sem var í ruglinu hérna á árum áður að í gamla daga þegar hann var að stela hjólum þá stal hann hjóli og tætti það í sundur og henti stellinu af því að þar er serial númer og þú kemur miklu meira að lausum hjólapörtum inn í gám en heilum reiðhjólum.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við þennan öðling sem Bjartmar er hér fyrir neðan: 


 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni