Fimmtudagur 4. ágúst, 2022
7.1 C
Reykjavik

Linda Pétursdóttir: „Þegar ég er úti í hitanum þá er ég bæði verkja- og lyfjalaus“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Linda Pétursdóttir er í helgarviðtali Mannlífs.

„Ég er með liðagigt og hún blossaði upp eftir þetta út af stressi og álagi og ég varð mjög veik af henni. Ég bólgnaði upp og var svo verkjuð að ég átti í erfiðleikum með að matast og ganga. Ég er með slæmt tilfelli. Læknirinn minn ráðlagði mér að fara út í hita. Vinafólk mitt, Jón Óttar Ragnarsson og Margrét Hrafnsdóttir, búa í eyðimörkinni í Kaliforníu og ég ákvað að fara og vera í námunda við þau og var þar í nokkra mánuði. Ég, Ísabella og Stjarna. Ég þurfti aðeins að skipta um umhverfi, en það var líka erfitt af því að ég átti varla pening fyrir mat.“

Linda segist sprauta í sig líftæknilyfi vegna gigtarinnar á tveggja vikna fresti hér heima til að halda sér gangandi af því að kuldinn fer illa í hana. „Svo er ég heppin, en ég lifi heilbrigðum lífsstíl og hlúi vel að sjálfri mér og auðvitað helst þetta allt í hendur. Svo þegar ég er úti í hitanum þá er ég bæði verkja- og lyfjalaus.“

Hér má nálgast hlaðvarpsviðtalið við Lindu og hér vefblað Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -