Þriðjudagur 18. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

„Samfélagið okkar er ekki alltaf gott og það er óþarflega oft vont við þau sem síst eiga það skilið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson gerir upp feril sem ritstjóri, útgefandi, stórforstjóri og loks stjórnmálaforingi öreiganna. Barnæskan mótaðist af alkóhólisma föður hans. Glímdi sjálfur við áfengisfíkn. Stofnaði Fréttablaðið sem græddi á óbeit Davíðs Oddssonar. Úthrópaður vegna Fréttatímans. Fékk hvergi vinnu. Þóttist hafa dreymt föður Sólveigar Önnu til að fá hana í framboð í Eflingu. Sósíalistaflokkurinn á sigurbraut. Þingmennskan heillar ekki. Uppgjör Gunnars Smára.

 

Gunnar Smári segist ekki vera í vafa um að Sósíalistaflokkurinn nái inn á þing. Hann segir að flokkurinn sé í raun kominn yfir þann þröskuld og sé enn að vaxa. Hann sjái það einfaldlega á fjölgun félaga í flokknum. Hann segir ástæðuna vera að flokkurinn eigi raunverulegt erindi, það sé kominn tími til að vinstri snúi aftur eftir niðurlægingu nýfrjálshyggjunnar.

Gunnar Smári segist ekki eiga sér draum um að verða þingmaður eða ráðherra.

„Ég hef sjálfur engin áform um að fara á þing. Ég sé mig ekki fyrir mér í ræðustól Alþingis að tala um fundarstjórn forseta. Ég er bestur í að byggja upp baráttuna og halda utan um hana, ekkert ósvipað og ég byggði upp blöð á sínum tíma, blöð sem voru í raun í sífelldri endursköpun, Pressan, Eintak, Fókus, Fréttablaðið, Fréttatíminn. Mikilvægasta verkefnið er að byggja upp virka stjórnmálaþáttöku almennings og fylkja ólíkum hópum saman til baráttu gegn þeim sem hafa rænt almenning völdum sínum og lífsafkomu. Það er verkefnið, framboð til þings er aðeins hluti af þessari baráttu, alls ekki lokamarkmið. Lokamarkmið er að alþýðan taki völdin sem tilheyra henni, taki þau af auðvaldinu, og sendisveinum þess, og móti samfélag að eigin hagsmunum og væntingum.“

Sú spurning vaknar hvað það sé sem Gunnar Smári vilji með stofnun stjórnmálaflokks og uppstokkun í verkalýðshreyfingunni. Hann vísar til æsku sinnar.

„Það eru sjálfsagt mörg svör við þessu. Við erum öll flókin og marglaga. En af því þú spurðir í upphafi um æskuna get ég sagt að ég er enn með litla drenginn hennar mömmu inn í mér, þennan sem var alltaf votur vegna þess að hann átti ekki góða skó. Og líka soninn hans pabba, þann sem hlustaði á hláturinn þegar fólk gekk fram hjá honum, skyldi eftir hjá honum skömm í stað þess að hjálpa honum. Samfélagið okkar er ekki alltaf gott og það er óþarflega oft vont við þau sem síst eiga það skilið. Við eigum betra skilið. Sósíalismi er í raun lítið annað en einmitt sú sannfæring, að við eigum betra skilið.“

- Auglýsing -
Helgarblað Mannlífs er komið út.

Lestu viðtalið í heild sinni í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -