Föstudagur 6. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Einfaldar og ódýrar leiðir til að fegra heimilið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það þarf ekki að kosta formúu að hressa svolítið upp á heimilið.

Það þarf alls ekki að kosta formúu að hressa svolítið upp á heimilið. Oft og tíðum er ekki einu sinni nauðsynlegt að breyta miklu því litlar breytingar geta gert ótrúlega mikið fyrir hvert rými.

Auðvelt er að bæta dálitlum lit og stíl í rými með því að nota fallega vefnaðarvöru, svo sem púða, teppi, mottur eða gluggatjöld.

Vefnaður
Auðvelt er að bæta dálitlum lit og stíl í rými með því að nota fallega vefnaðarvöru, svo sem púða, teppi, mottur eða gluggatjöld.

Gamaldags gardínur hafa undanfarin ár fengið að fjúka fyrir rúllu-, strimla- eða rimlatjöld en nú er tíminn til að snúa þeirri þróun við.

Litríkir púðar og teppi geta gefið gömlum sófa nýtt líf. Okkur hættir til að gleyma því að skreyta gólfið en falleg gólfmotta getur dregið saman ólík stílbrigði í herberginu og myndað heildarsvip.

Ljós
Rétt lýsing getur umturnað rými. Síðustu ár hefur borið enn meira á því að fólk velur að kaupa ljósakrónur eftir þekkta hönnuði sem skapa flott lúkk.

Mikilvægt er að hafa fjölbreytt úrval – bæði loftljós, veggljós, gólf- og borðlampa. Þannig er hægt að skapa mismunandi stemningu eftir því hvaða ljós eru kveikt.

- Auglýsing -

Töff ljósakróna getur sett punktinn yfir i-ið í vel stíliseruðu rými.

Húsgögn
Ekki hika við að blanda saman ólíkum húsgögnum – nýjum, gömlum, litríkum, náttúrulegum eða hverjum sem þér dettur í hug.

Til dæmis getur verið töff að hafa marga ólíka borðstofustóla við borðstofuborðið – það er þó vert að hafa í huga að sætin séu í svipaðri hæð á öllum stólunum.

- Auglýsing -

Hugsaðu aðeins út fyrir rammann, gömul kommóða getur öðlast nýtt líf sem vaskaborð.

Veggir
Það má skreyta veggi heimilisins með ýmsu móti – málningu, veggfóðri eða bara safni af fallegum myndum í vel völdum römmum.

Hér á árum áður voru allir veggir herbergis veggfóðraðir í hólf og gólf. Í dag er kannski meira töff að velja einn vegg sem fær þá alla athyglina.

Það er engin ein rétt leið til að raða myndum upp á vegg – fylgdu eigin sannfæringu. Margir vilja meina að grár sé heppilegasti liturinn til að mála veggi ef þú vilt láta myndirnar „poppa“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -