Fimmtudagur 18. júlí, 2024
13.1 C
Reykjavik

Eintóm sýra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Orðið sýra er í hugum margra eitthvað sem er hættulegt og ætti alls ekki að vera borið á húðina. Það er mesti misskilningur því sýrur geta verið gagnlegar í húðumhirðunni, en hér eru nokkrar góðar sem hreinsa, næra og fleira.

Glycolic-sýra

Margir þekkja glycolic-sýru sem ávaxtasýru, enda er hún mestmegnis unnin úr ávöxtum og er ein af svokölluðu alpha hydroxy-sýrum. Um er að ræða vatnsleysanlega sýru sem vinnur á yfirborði húðar við að leysa upp dauðar húðfrumur. Hún gagnast vel í baráttunni gegn öldrun því hún dregur úr fínum línum, eykur þéttni og ljóma og gerir áferð húðar fallegri. Glycolic-sýra hentar sérstaklega þeim sem eru með þurra húð því hún fjarlægir sjáanleg ummerki þurrksins, svo sem stökka og dauða húð, án þess þó að þurrka húðina enn frekar. Þvert á móti hjálpar hún húðinni að binda betur raka með því að fjarlægja dauðu húðfrumurnar af yfirborðinu.

Salisylic-sýra

Fleiri sýrur hafa djúphreinsandi áhrif, þar á meðal salisylic-sýra sem er einnig þekkt sem BHA, eða beta hydroxy acid. Það sem hún hefur fram yfir glycolic-sýru er að hún er fituleysanleg og vinnur því dýpra en bara á yfirborðinu. Hún hentar vel þeim sem eru með feita húð eða bóluhúð því hún kemst í gegnum olíuna og hreinsar dauðar húðfrumur eða stíflur sem sitja fastar í svitaholunum. Þannig dregur hún úr myndun fílapensla og svo hefur hún einnig bólgueyðandi og bakteríudrepandi eiginleika sem nýtast vel ef bólur eru til staðar.

Retinoic-sýra

Til eru ýmsar afleiður A-vítamíns sem allar gera nokkurn veginn það sama og ein sú öflugasta er retinoic-sýra. Hana er þó ekki hægt að fá nema í lyfseðilskyldum húðlyfjum. Retinól er önnur afleiða sem breytist í retinoic-sýru þegar það er tekið upp í húðinni. Það er algengt innihaldsefni í snyrtivörum sem eiga að sporna gegn öldrun húðarinnar því það er mjög áhrifaríkt andoxunarefni og hvetur húðina til þess að endurnýja sig hraðar og framleiða meira kollagen. Þannig eykur það þéttni húðarinnar og dregur úr hrukkum og öðrum öldrunarmerkjum. Retinól getur líka gagnast þeim sem eiga í vandræðum með bólur eða óhreina húð því hraðari endurnýjun dregur fyrr fram hreina og heilbrigða húð.

- Auglýsing -

Hyaluronic-sýra

Ekki allar sýrur hafa eyðandi áhrif, en hyaluronic-sýra er til dæmis ein rakadrægasta sameind náttúrunnar og getur haldið allt að þúsundfaldri þyngd sinni af vatni. Þess vegna er hún náttúrulegur rakagjafi og heldur húðinni vel nærðri og þéttri. Magn hyaluronic-sýru í húðinni minnkar með aldrinum og þannig næringarupptöku húðarinnar. Það er ein af ástæðum þess að við eldumst, fáum hrukkur, ellibletti og slappa húð. Vörur sem innihalda hyaluronic-sýru geta því spornað gegn þessari þróun og einnig veitt yngri húð smáskot af raka þegar hún þarf á því að halda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -