Mánudagur 15. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Fantasíuheimur sem fólk elskar eða hatar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áhugaverðar staðreyndir um einn vinsælasta fjölskyldustað í heimi.

Orlando er vinsælasta fjölskylduborg Flórída. Engin önnur bandarísk borg státar af eins elskuðum stað og Disney World er en hann er í raun regnhlífarsamtök yfir ellefu skemmtigarða sem staðsettir eru á sama stað. Garðarnir eiga það sameiginlegt að vera sannkallaðir fantasíuheimar barna og hvort sem þú elskar garðinn eða hatar þá eru staðreyndirnar um hann áhugaverðar.

Gamanleikarinn geðþekki Steve Martin vann í garðinum í átta ár sem töframaður, ásamt öðrum störfum.

Garðurinn opnaði árið 1955 en þá var að finna undirfataverslun á aðalgötunni sem nefndist The Wizard of Bras.

Disney World er stærsti vinnustaður innan Bandaríkjanna þar sem allir starfsmenn stunda iðju sína á sama stað.

Starfsmenn garðsins eru ekki kallaðir vinnuafl heldur leikarar eða liðsmenn. Flestir þeirra geta sagt hvar klósettin er að finna á yfir fjórtán tungumálum.

Magic Kingdom-garðurinn er byggður á annarri hæð. Garðurinn byggist upp á tveimur hæðum en undirgöngin eru á jarðhæð á meðan garðurinn sjálfur liggur ofan á þeim.

Í Disney World er vatnsleikjagarður sem fæstir hafa hugmynd um. Garðurinn var sá fyrsti sinnar tegundar en hann opnaði árið 1976 og lokaði 2001. Engin starfsemi hefur verið síðan þá og er aðgangur að svæðinu stranglega bannaður.

- Auglýsing -

Disney World er einn vinsælasti óskastaður fólks um hinstu hvíld. Þjóðsagan um mömmuna sem vildi að ösku sinni yrði dreift yfir eyru Dúmbó er sönn. Það sama á sér stað nánast á hverjum degi. Garðurinn býður meira að segja upp á sérstakar umbúðir fyrir slíkan viðburð.

Disney World er sjálfseignaborg en svæðið sem tilheyrir garðnum, og veldur því mikla aðdráttarafli sem Flórda hefur, er í einkaeigu.

Söngstirninu síkáta Justin Biber er bannað að koma í Disney World eftir að hafa sparkað milli fóta á Mikka Mús.

Kastali Öskubusku stendur tómur. Fyrir utan gjafavöruverslun og veitingastað í anddyrinu stendur höllin auð. Arkitektinn hannaði glæsilegt herbergi fyrir Walt sjálfan í kastalanum en hann dó áður en en höllin var vígð.

- Auglýsing -

Í sjóræningjaheimi garðsins er hægt að finna alvöruhauskúpur.

Milljón kíló kalkúnaleggja eru snædd í garðinum á ári hverju. Nokkrir fyrrum starfsmenn garðsins fullyrða reyndar að leggirnir séu af strútum en ekki kalkúnum.

Hvorki er hægt að fá bolla, glös né rör innan Animal Kingdom. Starfsmenn garðsins segja það vera til að koma í veg fyrir að dýrin skaði sig á plastumbúðum. Tyggjó er sömuleiðis ófáanlegt í öllum görðunum ellefu, af augljósum ástæðum.

Starfsmenn Disney World mega ekki benda á neitt með einum fingri því sums staðar er það álitið vanvirðing. Þeir vísa því til vegar með því að nota alla höndina eða tvo fingur.

Disney World hefur lokað starfsemi sinni þrisvar sinnum, í öllum tilfellum í kjölfar hamfara. Eftir flóð 1994 og jarðskálfta 1999 og síðan vegna harmleiksins 11. september 2001 en þann dag tók einungis hálftíma að fjarlægja mörg þúsund gesti út úr garðinum.

Í garðinum er að finna eitt dýrasta flöskuvatn innan Bandaríkjanna.

Ef geimfjallið væri raunverulegt væri það þriðja hæsta fjall í Flórída.

Skellibjalla, sem flýgur yfir höllina eftir flugeldasýninguna, er oftast leikin af karlmanni.

Svæðið sem tilheyrir Disney World er á stærð við San Francisco eða tvöfalt stærra en Manhattan.

Allt til árins 2001 var starfsfólki garðsins skipað að klæðast nærfatnaði í eigu fyrirtækisins.

Pípur á aðalgötu Magic Kingdom-garðsins úða vanillulykt út í andrúmsloftið. Í desember má hins vegar anda að sér piparmyntulykt.

Yfir tvö hundruð sólgleraugu týnast í garðinum á hverjum degi.

Styttan af Öskubusku virðist vera leið frá sjónarhorni fullorðinna en brosir í augum barna sem horfa upp til hennar.

Rúmlega tvö hundruð kettir búa í garðinum en svimandi háa „hótelleiguna“ greiða þeir með því að halda músum og rottum í lágmarki.

Doritos-snakkið sívinsæla kom fyrst á markaðinn í Disney World.

Texti / Íris Hauksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -