Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.1 C
Reykjavik

Fornfræg leikföng með áhugaverða sögu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mörg af þeim leikföngum sem börn leika sér með í dag eiga sér langa og forvitnilega sögu.

 

Tuskudýrin frá Steiff

Árið 1880 stofnaði þýska saumakonan Margarete Steiff sitt eigið fyrirtæki sem bjó til tuskudýr. Fyrst komu fílar og síðan bættust við apar, gíraffar, svín, asnar og fleira. Fyrsti bangsinn leit síðan dagsins ljós árið 1903, en hann var fyrsti sinnar tegundar með hreyfanlegar fætur og hendur. Enn þann dag í dag eru klassísku bangsarnir frá Steiff handsaumaðir og -fylltir en fyrirtækið framleiðir einnig ódýrari bangsa í vélum.

Rubik-kubburinn

Erno Rubik fann upp Rubik-kubbinn.

Arkitektinn og prófessorinn Erno Rubik fann upp Rubik-kubbinn fyrir ríflega 40 árum. Í dag hafa fleiri en 350 milljónir eintaka selst um allan heim, en það gerir hann að einni mest seldu þraut allra tíma. Það eru yfir 43,252,003,274,489,856,000 ólíkar leiðir til að snúa kubbnum og fólk keppist við að geta leyst þrautina á sem skemmstum tíma og með fæstum snúningum.

Viewmaster

- Auglýsing -
Viewmaster var fyrst kynnt árið 1939.

Viewmaster var fyrst kynnt á markað á Heimssýningunni í New York árið 1939. Tækið var hannað af Harold Graves til að gera fólki kleift að sjá myndir af frægum kennileitum borgarinnar í þrívídd. Síðan gerði fyrirtækið sögufrægan samning við Disney og þá fór boltinn að rúlla. Þó svo að tækið sé enn til í einhverri mynd hafa vinsældir þess dalað, það á þó heiðurinn af því að vera fyrirrennari sýndarveruleikabúnaðar samtímans.

Lego

Lego-kubbarnir komu fyrst á markað í Danmörku árið 1958.

Lego er í dag stærsti leikfangaframleiðandi heims. Kubbarnir vinsælu komu fyrst á markað í Danmörku árið 1958. Helsti kostur þeirra er hinn ótakmarkaði fjöldi möguleika, börn geta búið til hvað svo sem þeim dettur í hug. Í dag framleiðir fyrirtækið fjölmargar ólíkar vörulínur fyrir hina ýmsu aldurshópa og áhugasvið.

- Auglýsing -

Jójóið

Jójóið á rætur sínar að rekja allt til Grikklands til forna. Vinsældir þess hófust hins vegar ekki fyrr en á þriðja áratug síðustu aldar þegar Pedro Flores stofnaði Yo-yo Manufacturing Company í Kaliforníu. Jójó er afar einfalt leikfang sem samanstendur af tveimur diskum með litlum öxli á milli sem í er fast band. Flores fann upp nýja leið til að festa bandið við öxulinn þannig að hægt var að gera meira en að láta jójóið ferðast upp og niður eftir bandinu – til dæmis alls kyns brellur. Árið 1932 var fyrsta jójó-keppnin haldin og þær eru enn haldnar í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -