Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
10.1 C
Reykjavik

Hár og förðun á Secret Solstice sem þolir flest veður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Secret Solstice er að festa sig í sessi sem hápunktur ársins fyrir tónlistarunnendur landsins, sem og gesti víðsvegar að. Við slíkt tilefni er gaman að fara nýjar og djarfari leiðir í hárgreiðslu og förðun. Við ákváðum því að leita til þeirra bestu í bransanum sem gætu komið með hugmyndir að rétta útlitinu.

Við vorum svo heppnar að fá hársnillingana frá Hárstofunni Sprey, þær Katrínu Sif (Kötu) og Eddu Heiðrúnu til liðs við okkur. Þær voru ekki í vandræðum með að töfra fram nokkrar einfaldar og fallegar greiðslur sem henta fullkomlega í Laugardalinn um helgina.

Hár eftir Eddu

Módel: Jónína

Skref 1

Skiptið hárinu í miðju. Gerið skáskiptingu frá auga að miðju og festið með lítilli þunnri teygju.

- Auglýsing -

Skref 2

Takið annan lokk, bætið við hári sitthvoru megin frá (eins og gert er með fastri fléttu), túperið örlítið og festið með teygju.

Skref 3

- Auglýsing -

Tosið í miðjuna sitthvoru megin við teygjurnar þannig að myndist bunga.Gerið þetta alla leið niður.

Skref 4

Hægt er að skreyta og fela teygjurnar með vír eða flottu bandi til að lífga aðeins upp á greiðsluna.

Hár eftir Kötu

Módel: Inga Rún

Vertu eins og drottning og gerðu kórónu úr hárinu. Tveir lokkar frá eyra eru bundnir saman í hnút. Því næst eru lokkar dregnir saman sitt hvoru megin eins og í fastri fléttu, bundnir saman í hnút og haldið áfram að hinu eyranu. Svo má endilega tosa „kórónuna“ aðeins til og gera hana stærri.

Skref 1

Þrír lokkar eru fléttaðir, mega vera fleiri eða færri. Á milli þeirra er hárið slétt. Festið flétturnar með teygju sem er svo losuð í skrefi 2.

Skref 2

Sameinið allt hárið í tagl. Þegar allt er fast og fínt, klippið þá teygjurnar sem héldu fléttunum saman.

Skref 3

Tveir lokkar eru teknir sitt hvoru megin í taglinu og þeim vafið utan um taglið nokkra hringi, svo bundnir í hnút. Gerið það sama við aðra lokka og endurtakið nokkrum sinnum. Þegar þú ert orðin ánægð festirðu síðustu lokkana með spennu.

Skref 4

Hárlakki úðað yfir til að halda öllu á sínum stað.

Förðun sem endist dag og nótt

Þær Berglind Stella og Silja Dröfn frá Urban Decay á Íslandi sáu um förðunina á módelunum. Urban Decay leggur mikið upp úr því að bjóða upp á vörur sem endast 100% allan daginn og nóttina.

Ein þekktasta varan frá merkinu er ALL NIGHTER setting-spreyið sem lætur förðunina endast þar til hún er þrifin af. Það er alltaf gaman að leika sér með liti og glimmer yfir sumartímann en við vitum þó öll að sumarið á Íslandi getur verið mjög blautt. Með það í huga var notast við Razor sharp blauta eyelinera, 24/7-augnblýanta og Heavy Metals-glimmer. Þessar vörur eiga það sameiginlegt að vera algjörlega vatnsheldar.

Þú getur því verið í rigningu og roki, miklum hita og sól og allt þar á milli og förðunin helst fullkomlega á.

Eftirtaldar vörur voru notaðar við förðunina:

Myndir / Aldís Pálsdóttir
Hár / Edda Heiðrún Úlfarsdóttir og Katrín Sif Jónsdóttir
Förðun / Berglind Stella Benediktsdóttir og Silja Dröfn Jónsdóttir
Módel / Inga Rún og Jónína frá Eskimo models

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -