Mánudagur 15. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Hirðfíflin þau einu sem segja sannleikann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þær Halldóra Rut Baldursdóttur og Gríma Kristjánsdóttir stýra sýningunni Ahhh sem sýnd er um þessar mundir í Tjarnarbíói en þær lýsa verkinu sem sirkustengdu þó umfjöllunarefnið sé fyrst og fremst ástin sem svífur ofar vötnum innan leikhópsins.

Fyrsta umfjöllunarefni leikhópsins RaTaTam var heimildaverk um ofbeldi þar sem hópurinn fjallaði um þolendur, aðstandendur og gerendur heimilisofbeldis. Halldóra, leikkona og framkvæmdarstýra hópsins segir gríðarlega vinnu hafa legið að baki verkefninu.

„Þetta var átakanleg en þörf vinna sem tók okkur alls tvö ár fram að frumsýningu verksins, Suss!. Rannsókn á fyrirbærinu ást varð því eðlilegt framhald fyrir hópinn þó að hugmyndin um að gera verk um ástina hafi sprottið mun fyrr. Það er líka gaman að segja frá því að textar Elísabetar höfðu áhrif á okkur í verkinu Suss! þar sem hún ræðir ofbeldi í ástinni. Þegar við lögðum af stað í ástarævintýrið Ahhh!, var lagt upp með að taka þessa dásamlegu texta Elísabetar fyrir sem eru gríðarlega snjallir, fullir af kómík, sorg, fögnuði og sannleika. Þeir eru eins og konfektmolar sem bráðnar í munni leikarans og sinfónía fyrir eyru áhorfandans.”

Útkoman reyndist vera ljóðrænn, fyndinn og kynþokkafullur kabarett um vegi og vegleysir ástarinnar með textum Elísabetar Jökulsdóttur að vopni. Leikhópurinn syngur, dansar og leikur sér í gegnum margvíslega heima ástarglóðanna þar sem löngun manneskjunnar eftir ást er í forgrunni. Þráin að tilheyra, vera elskaður og fá að elska.

„Vinnuferlið er stútfullt af sköpunarkrafti og gleði sem á það til að hlaupa með okkur í allar áttir en þá er mikilvægt að eiga góðan leikstjóra sem heldur fast í taumana og siðar okkur svo af verki verði.

Viðtalið í heild má lesa í 8 tölublaði Vikunnar.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -